Fagna komu skemmtiferðaskipanna

Linda María Ásgeirsdóttir.
Linda María Ásgeirsdóttir.

Linda María Ásgeirsdóttir, íbúi og vert í Hrísey, segir eyjaskeggja fagna komu skemmtiferðaskipa til eyjunnar. Eins og frá var greint í síðasta blaði munu tvö skemmtiferðaskip staldra við í Hrísey í sumar.

„Þetta er gleðiefni. Við erum búin að taka á móti tveimur skipum áður. Það kom skip árið 2016 og annað í fyrrasumar og þótti það takast vel,“ segir Linda, sem rekur veitingastaðinn Verbúðin 66.

„Vonandi munu farþegar nýta sér þá þjónustu sem er í boði í Hrísey og þá er þetta ágætis viðbót við það sem er. Við höfum verið að fá hópa af skipunum hingað undanfarin ár og hefur þeim ferðum fjölgað líka.“

Linda segir ferðaþjónustuna í Hrísey vera að vaxa og dafna. „Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað síðustu ár, bæði hópar og lausatraffík og horfurnar fyrir sumarið eru fínar,“ segir Linda.

Nýjast