Hvalaskoðun í 30 ár
Hvalaskoðunin á Hauganesi fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli og í tilefni þess verður blásið (mjög viðeigandi orð í þessu samhengi) til veislu n.k sunnudag að Hafnargötu 2 á Hauganesi.
Þarna er að finna langlífustu hvalaskoðun landsins en frá árinu 1993 hefur verið boðið uppá hvalaskoðun frá Hauganesi. Óhætt er að fullyrða að ekki er langt að sækja í mikið sjónarspil frá Hauganesi þarna eru hvalir nánast á báða borðstokka.
,,Við byrjuðum á að bjóða fólki ferðir á sjóstöng árið 1989 en frá árinu 1993 hefur aðal áhersla okkar verið á hvalaskoðun þó vissulega sé líka í boði í sumum ferðum að renna fyrir fisk enda alltaf vinsælt“ sagði Árni Halldórsson einn af forkólfunum í Hvalaskoðun á Haugnesi.
,,Fyrstu árin voru það aðallega þýskir ferðmenn sem fóru með okkur komu þá á rútum. Við gátum helst búist við að sjá hrefnur, hnísur og höfrunga. Ferðir voru þá einungis yfir sumarmánuðina en i dag er eftirspurn allt árið. Hnúfubakar sáust vart hér fyrr en undir aldarmót. Í dag er hnúfubakur út um allan fjörð ef svo má segja og stundum erum við komin i hval eftir einungis 10 -15 min siglingu úr höfn sem er eiginlega ótrúlegt. Farþegar koma úr öllum áttum, hvort sem er um að ræða skipulagðar ferðir, eða bara lausa traffik og íslendingar eru í auknum mæli farnir að skoða hvali.“
Níels Jónsson EA er aldurforseti flotans á Haugnesi og verður hann 50 ára á næsta ári og alltaf i eigu sömu fjölskyldu. Fallegur rúmgóður eikarbátur sem fer vel með farþega og áhöfn.
Níels Jónsson EA er aldurforseti flotans á Haugnesi og verður hann 50 ára á næsta ári og alltaf i eigu sömu fjölskyldu utan 8 fyrstu mánuðina. Fallegur rúmgóður eikarbátur sem fer vel með farþega og áhöfn.
,,Okkur langar til þess í ljósi þessara timamóta, 30 ár, að bjóða fólki í afmæliskaffi, kakó og etv verða hinir rómuðu snúðar okkar á boðstólnum ásamt einhverju öðru gómsætu“ sagði Árni að endingu.
Myndir Hvalaskoðun Hauganesi