Enginn strætó eftir 2018?

 

Samningur um rekstur almannasamgangna á vegum landshlutasamtakanna rennur út í lok næsta árs, 2018.

Á aðalfundi Eyþings sem haldinn var á Siglufirði um liðna helgi var samþykkt ályktun þar sem fram kemur að ekki sé grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri nema til komi stóraukið framlag frá ríkinu til rekstrarins. Stjórn var falið að nýta uppsagnarákvæði samningsins.

Fundarmenn fögnuðu hins vegar framkomnum hugmyndum um niðurgreiðslu á innanlandsflugi og skoruðu á stjórnvöld að fylgja því máli eftir.

 

Nýjast