Egill Ólafsson - Heiðraður

Myndir Ragnar Þorsteinsson
Myndir Ragnar Þorsteinsson

Það var enginn svikinn af því að mæta í Hof s.l. laugardagskvöld á tónleika til heiðurs Agli Ólafssyni.  Á tónleikunum voru flutt  nokkur af  þeim lögum sem Egill hefur gert ódauðleg, lög sem munu lifa með þessari þjóð endalaust.   Flytjendur voru heldur ekki af lakara taginu, Dalvíkingurinn Eyþór Ingi, Óafur Egill Egilsson og Diddú sáu um söng, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Guðna Franzsonar og hljómsveitin Babies léku undir.

Tónleikagestir nutu í fullum sal, klöppuðu, tóku undir í lögum, það var hlegið og tárast eftir því sem tilfinningar leiddu gestina. 

Í lok tónleikanna kom Egill á svið og var honum fagnað vel og innilega af þakklátum tónleikagestum.

Ragnar Þorsteinsson var einn af tónleikagestunum, hann tók meðfylgjandi myndir.  

Nýjast