20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
„Ég vil bara fá einhverja bilun til Húsavíkur“
Edda Lóa Philips frá Húsavík en hún viðurkennir fullum fetum að hún sé sennilega eitthvað aðeins ofvirk. Henni þykir best að vera sífellt á ferðinni og þá helst á talsverðum hraða. Á veturna fer hún um fjöll og firnindi á rafmagnasfjallahjóli á milli þess sem hún stundar skíði og snjósleða. Þó hún megi teljast fullorðin, komin á síðari hluta fimmtugsaldursins, þá hætti hún aldrei að leika sér. „Maður á að vera lifandi á meðan maður getur,“ segir Hún.
Edda Lóa opnaði fyrirtæki í sumar, Húsavík jetski sem bíður upp á leik og ævintýraferðir um Skjálfand við Húsavk. Fyrirtækið stofnaði hún með félögum sínum Birni Rúnari Agnarssyni og Eggerti Finnbogasyni.
Gekk vonum framar
„Sæþotur heitir þetta á íslensku. Við byrjuðum þegar það var komið aðaeins inn í júlí í sumar. Við erum bara nýbúin að þær á land fyrir veturinn en ég er samt að fara í ferð um núna um helgina. Þetta verður bara úti svona helgi og helgi núna í vetur,“ útskýrir Edda Lóa.
Hún segir sumarið hafa gengið vonum framar en þau bjuggust við að erlendir ferðamenn myndu flykkjast í þessar ferðir en annað hafi komið á daginn. „Við erum ofboðslega ánægð með fólkið okkar hér á Húsavík og bara Íslendinga almennt. Því ferðamennirnir errlendu voru lítið að kveikja á þessu. Ætli ég geti ekki talið á fingrum annara handar hvað við erum búin að selja margar ferðir til erlendra ferðamanna en Íslendingarnir hafa gripið þetta með fegins hendi. Það segir mér að það sé markaður fyrir háspennu afþreyingu í bænum og ég vil sjá meira framboð.“
Ævintýri og leikur
Edda Lóa segir að þau hafi keypt fimm sæþotur en útilokar ekki að þeim muni fjölga. „Við erum með fimm þotur en erum að leigja út fjórar því við förum alltaf með. Við erum s.s. að, kenna þeim á þoturnar við bryggjuna og förum svo út í suðurfjöruna. Þar kennum við þeim enn betur á skúturnar þannig að þau finni jafnvægið og venjist þotunum. Svo er þessi klukkutíma hringur þangað og svo út í Saltvík þar sem við förum í hellaskoðun. Svo stoppum við ef einhver vill leika sér og svona. Það er yfirleitt mikil stemning í hópnum,“ útskýrir Edda Lóa og bætir við að næst sé farið í átt að Lundey að Sjóböðunum. „Við skoðum það svæði hinu megin frá. Þetta er svona blanda af leikferð og skoðunarferð.“
Pabbarnir koma mikið með börnin sín
Aðspurð um fjölda fólks í hverri ferð segir Edda Lóa að þó aðeins séu fjórar þotur til leigu þá sé hægt að tvímenna á þær. Það geti því verið átta kúnnar hverju sinni. „Við klikkuðum reyndar á því þegar við vorum að kaupa gallana að þá keyptum við bara fullorðins galla. En það er mjög vinsælt hjá pöbbunum að taka börnin með,“ segir hún og hlær. „Þeir nota börnin sem afsökun til að leika sér sjálfir.“
„Þannig að við þurftum að bæta við barnagöllum því það var of mikið af pöbbum að koma með börnin sín og brugðumst fljótt við því. Ég er svo hrifinn af köllunum að gera þetta og losna við tuðið yfir því að þeir vilji bara leika sér. Pabbar vilja yfirleitt leika sér meira en mömmurnar og þarna er komin frábær afsökun, ég er að elska þetta.
Ætlar að leika sér fram í dauðann
Hvernig datt ykkur í hug að opna jetski leigu á Húsavík?
„Ég var búinn að eiga sæþotu sem ég notaði talsvert sjálf. Ég er svo snar ofvirk og ætla að leika mér þangað ég steinligg og byrjað verður að smíða kistu. Ég er svona meiri „action“ manneskja en margur og hreinlega get ekki stoppað. Ég bara ræð ekki við mig. Málið er að það var maður sem ætlaði að verða með okkur í þessu, við vorum búin að ræða þetta og ætluðum að verða þrjú en svo þurfti þriðji aðilinn að draga sig út þannig að við fengum Edda með okkur í þetta. Við gátum bara ekki hætt við þetta og ætluðum að vera þrjú um þetta,“ útskýrir Edda Lóa.
Skorar á fleiri að feta sömu slóð
En Eddu Lóu þykir ekki vera komið nóg af adrenalín afþreyingu á Húsavíkursvæði og skorar á fleiri aðila að hugsa sinn gang og feta sig inn á svipaðar brautir. Ég vil bara fá einhverja bilun hingað, böggý bíla, stærstu rennibraut í Evrópu og Zip línu niður Húsavíkurfjallið,- Hún þarf að vera almennileg, það þýðir ekkert að ætla bjóða upp á einhverja slökunarferð niður Búðaránna,“ segir Edda Lóa og sér þetta í hyllingum.
Á veturna er Edda Lóa mikið á rafmagnsfjallahjólum úti um allar tryssur og stoppar hreinlega ekki nema rétt til að fara á skíði og jafnvel snjósleða. „Ég er búin að fá lánað hjól, því ég þurfti náttúrlega að selja hjólið mitt til að kaupa sæþoturnar. Svo er alveg hægt að fara á jetski á veturna, bara ekki alveg jafn oft.“
„Það sem vantar á Húsavík er eins og ég segi; einhverja bilun. Ég skal vinna við það ef það kemur bara einhver með þetta. Það vanta eitthvað á móti Sæþotu leigunni,“ segir Edda Lóa og þar með er áskoruninn komin í loftið.
Húsavík Jetski má finna á Facebook og Instagram en þar er hægt að panta sér ferðir en svo eru þau líka á Trip advisor.
Hellaskoðun slegið í gegn
Edda Lóa segir ferðirnar vera mikla upplifun og hellaskoðunin sé búin að slá í gegn. Annað slagið sést til hvala en þau eru samt ekki að blanda sér í hóp hvalaskoðunarbátanna í flóanum.
„Það væri minnsta mál en við viljum ekki trufla hvalaskoðunina. Við vitum alveg að þeir vilja fá að vera í frið. Ef einhver vill fara í hvalaskoðun þá geta þau alveg notað rib-bátana. En svona á sumrin á kvöldin þegar það er orðið rólegt, þá höfum við verið að taka hvalarúnt. Aðspurð segir hún að gjarna sé farið í ferðir seint á kvöldin. „Ég fór í ferð í sumar sem var til klukkan 1 að næturlagi. Tókum sólarlagið og svona, þetta er ofboðslega gaman,“ segir Edda Lóa að lokum enda var hún á leið í hjólatúr.