Draumur um skapandi líf

Ljósmynd: Daníel Starrason
Ljósmynd: Daníel Starrason

Please Master er nýtt lag með Kjass sem fjallar um drauminn að fá tíma og rými til að vera skapandi einstaklingur í samfélagi þar sem leikreglurnar krefjast þess við útvegum peninga með iðju okkar dags daglega. Hvað fæ ég borgað fyrir að gera þetta? Er spurning sem við spyrjum okkur gjarna þegar við ákveðum að taka eitthvað verk að okkur eða ekki, en hvers virði er lífið ef það er engin list? 

Áferð lagsins er draumkennd eins og við séum inn í annarri vídd. Innan skamms kemur út myndband við lagið þar sem Yuliana Palacios táknar hin frjálsa anda sem dansar um í huga listakonunnar. Myndbandið er tekið upp í Leifshúsum á Svalbarðsstönd af Daníel Starrasyni. 

Lagið kom út á streymisveitum í dag, 17. nóvember og er annað lagið af væntanlegri breiðskífu Kjass, Bleed´n Blend, en í maí síðast liðinn kom út lagið Hey You. Platan er væntanleg í heild sinni á næsta ári. 

Kjartan Kjartansson er hljóðhönnuður lagsins. Hljómbræður Stúdíó sáu um upptökur á Akureyri en Jóhann Vignir Vilbergsson sá um upptökur í Svíþjóð þar sem Anna Gréta Sigurðardóttir spilaði Rhodes píanó inn á lagið. Rodrigo Lopes leikur á trommur, Stefán Gunnarsson á bassa og Mikael Máni Ásmundsson á gítar. 

Nýjast