Deiglan á morgun laugardag Gjörningur Heather Sincavage

Gjörningur Heather Sincavage hefst kl 14.30 á laugardag, 25. nóvember í Deiglunni
Gjörningur Heather Sincavage hefst kl 14.30 á laugardag, 25. nóvember í Deiglunni

Gjörningur Heather Sincavage hefst kl 14.30 á laugardag, 25. nóvember í Deiglunni, en húsið verður opnað kl. 14.Gjörningurinn stendur yfir í tvær klukkustundir. Gestir eru hvattir til að koma og fylgjast með eins lengi og þeir vilja en ekki er gert ráð fyrir að þeir dvelji allan tímann. Heather er gestalistamaður Gilfélagsins í nóvember, þetta er lokasýning hennar eftir dvölina.

Sincavage mun sýna tvö tengd verk, stuttan myndbandsgjörning sem ber titilinn „thresholds unraveled“ og lifandi gjörning sem hún fremur með yfirskriftinni „to my little hearth his fire came“. í þessum verkum má sjá litlar vísanir í átt að þráðlistum, listar sem sögulega er gerð af konum innan heimilis, oftast kölluð „kvennastörf“. Sincavage notar þetta hugtak til að rannsaka nánar streituröskun eftir áfall af völdum ofbeldis í nánum samböndum. Í verkunum tveim sem kynnt eru, kannar hún áfallaviðbrögð „sundrungu“ sem er skilgreind sem „rof á milli upplifunar einstaklings, skynjunar hans á milli hugsana, sjálfsvitundar og persónulegrar sögu.

Aðvörun: Þetta er lifandi flutningur sem mun innihalda óvænt hljóð og hávaða.

Gestalistamaður Gilfélagsins í nóvember 2023 Heather Sincavage er myndlistamaður, sýningarstjóri og kennari. Hún ástundar gjörningalist þar sem sérhæfing hennar miðast við að byggja upp sjálfbæra frammistöðu byggða á félagslegu réttlæti. Hún notar eigin reynslu af ofbeldi í nánum samböndum sem brunn til að skilgreina það líf sem lifað er eftir áföll.

Verk hennar hefur verið sýnt í Tate Modern og varpað á hinn sögulega Daniels og Fisher klukkuturn í miðbæ Denver, CO, meðal annars og víða um Evrópu. Hún hefur komið fram í Queens Museum and Grace Exhibition Space í NYC; Tempting Failure Festival of Performance Art & Noise í London, verið í beinni útsendingu í gegnum gerfihnött á Miami Art Basel; í Lettneskri miðstöð fyrir gjörningalist í Riga; og galleríum víðsvegar um Bandaríkin. Hún hefur sýnt á yfir 40 einka- og samsýningum víðs vegar um Bandaríkin í Þýskalandi, Svíþjóð, Spáni, Finnlandi auk Íslands.

Árið 2018 hlaut Heather Tanne Foundation verðlaunin, jafninga verðlaun og námsstyrk fyrir framúrskarandi framlag til gjörningalista. Hún er nú dósent í myndlist og forstöðumaður Sordoni Art Gallery við Wilkes háskólann.

Heather Sincavage

Nýjast