Dagskrá Akureyrarvöku 2017

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Nú styttist í menningarhátíð Akureyringa, Akureyrarvöku en hún fer fram um komandi helgi. Hér að neðan má sjá dagskrá hátíðarinnar í ár eins og hún birtist á vef Akureyrarstofu:

DAGSKRÁ AKUREYRARVÖKU 2017

ALLA HELGINA 

LYSTIGARÐURINN

Ljósmyndasýningin Lífið í Lystigarðinum ljósmyndir  Álfkvenna. 

ART AK AMARO GALLERÍ

Sýningin Brandalism á verkum listamannsins Odee.

FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST

Kl. 9-21

FLÓRA verslun, vinnustofur, viðburðir. Kraumandi og skapandi stemming. Opið laugardag 10 -19 og sunnudag 10-17.

Kl. 10  LISTAGILIÐ 

AKUREYRARVÖKU FLAGGAÐ 

Eiríkur BjörnBjörgvinsson bæjarstjóri og krakkar af leikskólunum Hólmasól og Iðavelli taka niður Listasumarsfánann og flagga Akureyrarvökufánanum og syngja afmælissönginn.

Kl. 10  PENNINN-EYMUNDSSON 

#ALLTGULT 

ÁLFkonur opna ljósmyndasýninguna #alltgult. Viðfangsefnið er „allt gult“ sem þær hafa séð á ferðum sínum um heiminn.  Á sunnudaginn er gestum og gangandi velkomið að taka myndir sér til eignar

Kl. 17 RÁÐHÚSTORG

Ljósmyndasýning með skemmtilegum myndum frá Akureyri.

Kl. 17  MENNINGARHÚSIÐ HOF  Opnun myndlistarsýningarinnar 22 konur í Leyningi. Málverkaröðin samanstendur af 22 portrait myndum af konum sem unnar eru af listakonunni Íris Auði Jónsdóttur. Sýningin sem er í Leyningi stendur til 15. október.

Kl. 18-20.30 MENNINGARHÚSIÐ HOF   Stuttmyndir Filmumanna 25 ára frumsýningarafmæli sýndar verða myndirnar Spurning um svar, Skotinn í skónum, Negli þig næst og GAS. 

Kl. 20.30 RÁÐHÚSTORG 7

FÓLKIÐ Í BÆNUM SEM ÉG BÝ Í

Fólkið í bænum sem ég bý í er óvenjuleg og spennandi listasýning sem samanstendur af 8 listrænum ör-heimildamyndum. Í hverri mynd verður sjónum beint að einum einstakling í bænum (Akureyri). Einstaklingarnir átta eru 4 konur og 4 karlar, á ólíkum aldri og með ólikan bakgrunn, en sameiginlegi flöturinn er búseta þeirra á Akureyri. Jafnframt verða munir úr þeirra eigu og fleira til sýnis ásamt ljósmyndum eftir Daníel Starrason.

Kl. 21 –22  LYSTIGARÐURINN 

RÖKKURRÓ Í LYSTIGARÐINUM 

Setning Akureyrarvöku fer fram í rómantísku rökkri Lystigarðsins og mun Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri setja hátíðina. Fram koma m.a. Norðlenskar konur í tónlist þær Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir sem fá að þessi sinni karlmanninn Óskar Pétursson til liðs við sig, ungkvennakórinn Ísold undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur, gítarleikarinn Dimitrios Theodoropoulos spilar og sirkusfimleikar með Kalla og Sigurbjörgu. 

Kl. 21-23 KAKTUS HAFNARSTRÆTI 73

Kaktus er hópur listafólks sem skapar fjölbreytta list. Í Svarta kassanum verður innsetningin Töfraloftið. Í Hvíta kassanum sýnir listakonan Heiðdís Hólm og kl. 22 hefjast tónleika í Svarta Kassa með Sunnu Friðjónsdóttur.

Kl. 22-23.30  ÍÞRÓTTAHÖLLIN  

HRYLLINGSVAKAN 

Það verður drungalegt um að litast á Hryllingsvökunni sem fram fer í Íþróttahöllinni. Þemað er svart og eru gestir hvattir til að klæðast svörtu frá toppi til táar. Fram koma rappararnir Siggi litli, McMg og Nvrest og hljómsveitirnar úr Stelpur rokka, Distence of Rosemary og Í þriðja veldi, bíóstemmning og auðvitað er hryllingsbúð á staðnum.

Kl. 22 GRÆNI HATTURINN 

Síðsumarstónleikar með hljómsveitinni Baggalút.

*Aðgangseyrir

LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST

Kl. 10-14  FLUGSKÓLINN Í SKÝLI 13 

Vélflugfélag Akureyrar og Svifflugfélag Akureyrar auk Flugskóla Akureyrar bjóða börnum og unglingum í þátttöku í Young Eagle flugi. Young Eagles er heimsátak flugklúbba til þess að gefa ungu fólki kost á að kynnast fluginu. Þeim er boðið í hringflug í einkaflugvelum yfir bæinn og fræðslu um flug.

Verkefnið er 25 ára á þessu ári og hafa yfir 2 milljónir barna tekið þátt. 

Kl. 10-17 MINJASAFNIÐ OG NONNAHÚS 

Á Minjasafninu eru eftirfarandi sýningar: Að lesa blóm á þessum undarlega stað, Íslensk-kanadískir hermenn í fyrri heimstyrjöldinni; Land fyrir stafni-nýtt skuggaleikhús, Akureyri bærinn við Pollinn–ratleikur og í Nonnahúsi er sýningin “Hvað gerðir þú í gær?” Skrifaðu í dagbók Nonnahúss.

Kl. 10-16.40 HÁSKÓLINN Á AKUREYRI   

MÁLÞING UM KÁINN 

Fjölbreyttir fyrirlestrar þar sem fram koma m.a. Viðar Hreinsson, Jón Hjaltason, Böðvar Guðmundsson, Sunna Pam Furstenau og Eleanor Geir Biliske. 

Tónlistarflutningur verður m.a. í höndum Baggalúts. Það er Þjóðræknisfélag Íslendinga sem býður til málþingsins um Akureyringinn Káinn og er það haldið í samvinnu við Amtsbókasafnið á Akureyri og Háskólann á Akureyri. Sjá nánar á vef Háskólans á Akureyri.

Kl. 10-22 LIFANDI LISTAGIL 

Kl. 10 Myndlistarfélagið mundar penslana fram eftir degi.

Kl. 10-22 Listasafnið á Akureyri, Ketilhús er lengur opið í tilefni Akureyrarvöku.

Kl. 11-12 Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni Sumar. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk. tilkynna þarf um þátttöku í netfangið heida@listak.is
Kl. 13-15 DJ Vélarnar spilar vel valda tónlist.

Kl. 13-18 Bílaklúbbur Akureyrar sýnir stífbónaðar glæsikerrur.

Kl. 13-22 Í glugga Mjólkurbúðarinnar verða ljóðavídeó ljóðskáldsins Ásgeirs H. Ingólfssonar.

Kl. 13 – 22 Í Sjoppunni vöruhús er frumsýning á Jóni í Akureyrarvökulit, tilboð á verkum eftir listamanninn Odee.

Kl. 14-18 Í Kartöflugeymslunni opnar listamaðurinn Gunnar Kr. sýninguna Hvískur stráanna. Sýningin er opin sunnudag kl. 14-17.

Kl. 14-16 Matreiðslumenn Rub 23 sýna listir sínar og leyfa fólki að bragða.

kl: 14-17 Í Deiglunni er sýningin Translations með verkum dönsku listamanna Else Ploug Isaksen og Iben West. Sýningin er opin sunnudag kl. 14-17.

Kl. 14-16 Matreiðslunemar Bautans standa við grillvagninn og gefa smakk frá Norðlenska.

Kl. 14-16 #fljúgandi - Skúlptúrar og gjörningur á vegum listahópsins RÖSK. Viltu prófa?

Kl. 17-19 Trúbadorinn Einar Höllu spilar allt á milli himins og jarðar.

Kl. 17 Vinningshafar í spurningaleik Listasafnsins kynntir og veittur glaðningur. Sjö skemmtilegar spurningar og ein teikning.

Kl. 17.30 Í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi verður ljóðakabarett Ásgeirs H. Ingólfssonar ljóðskálds.

Kl. 19-20.30 DJ Leibbi dustar rykið af gömlu góðu vínylplötunum.

Kl. 20.30-21.00 Í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi verður stutt en spennandi leiðsögn með Hlyni Hallssyni safnstjóra.

Kl. 11 ÖLDRUNARHEIMILIÐ HLÍÐ

HEIMILDAMYNDIN AMMA DAGBÓK DÍSU 

Sýning í samkomusalnum á heimildamyndinni Amma Dagbók Dísu eftir Önnu Sæunni Ólafsdóttur og Dagnýju Valbergsdóttur. Aðalsöguhetja myndarinnar er Hjördís Kristjánsdóttir íbúi á Einihlíð. Helena Bjarnadóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir spila og syngja að mynd lokinni.

Kl 11 TORFUNEFSBRYGGJA 

Fjölskyldusigling með Húna II um Pollinn og skemmtileg tónlist um borð.   

Kl. 11 – 19 RÁÐHÚSTORG OG GÖNGUGATA 

Kl. 11-15 Súlur Vertical utanvegahlaup. Taktu fagnandi á móti hetjunum sem enda við T bone Steikhús.

Kl. 13-17 Flóamarkaðsstemning í göngugötunni. Skráning á netfangið akureyrarvaka@akureyri.is

Kl. 14-16 Matreiðslumenn T bone Steikhús grilla góðmeti og bjóða að bragða.

Kl. 14-16 Instant Air Force Chameleons, sirkusfimleikar með Kalla og Sigurbjörgu í Skátabrekkunni. Viltu prófa danslyftur og ýmsar fimleikaæfingar?

Kl. 14-15 Leiðsögn um listaverkaeign Landsbankans á Akureyri

Helgi Vilberg skólastjóri Myndlistaskólans á Akureyri verður með leiðsögn en þar má m.a. sjá verk eftir Kjarval, Ásgrím Sveinsson og Gerði Helgadóttur.

Skráning í netfangið akureyrarstofa@akureyri.is Takmarkaður fjöldi.

Kl. 16-19 Skátafjör með skátafélaginu Klakki. Viltu gera poppkorn yfir eldstæði, grilla sykurpúða, búa til þitt eigið barmmerki eða fara í hina ýmsu leiki?

Kl. 13 AÐALSTRÆTI 6 

Lionsklúbburinn Ylfa verður með markað í bakgarðinum. Mest smáhlutir frá 6. Og 7. áratugunum. Ýmsar gersemar leynast inn á milli og flest verður selt á 100 - 300 kr.

Kl. 13-16 DAVÍÐSHÚS 

Nýttu tækifærið og skoðaðu hús skáldsins.

Kl. 13-16 FLÖTIN VIÐ SAMKOMUHÚSIÐ 

Búnaðarsögusafn Eyjafjarðar stillir upp gömlum fallegum dráttarvélum og farinn verður hringur á glæsikerrunum á grasflötinni.

Nýjast