Bókavörður í 22 ár
„Á meðan mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa þá held ég áfram,“ segir Hólmkell. Mynd/Þröstur Ernir.
Hólmkell Hreinsson hefur verið bókavörður á Amtbókasafninu á Akureyri í 22 ár. Hann segist njóta vinnunnar í botn en starfið hafi tekið breytingum í gegnum tíðina. Hólmkell segir bókasafnið gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu en starfsemi þess hafi breyst hin síðari ár.
Þegar Hólmkell er ekki að sinna skyldustörfum finnst honum fátt skemmtilegra en eldamennska og ferðalög og þá segist hann vera meiri páskamaður en jólamaður.
Vikudagur spjallaði við Hólmkel en viðtalið má nálgast í prentútgáfu blaðsins.