Björgvin Halldórsson í tónum og tali

Björgvin Halldórsson og hljómsveit hans Elsku drengirnir halda tónleika á Græna hattinum um helgina. Bó ásamt hljómsveitinni héldu tvenna tónleika á Gæna hattinum í fyrra fyrir fullu húsi og færri komust að en vildu. Því hefur verið ákveðið vegna fjölda áskorana að endurtaka leikinn föstudags- og laugardagskvöldið 16. og 17. mars n.k.

Björgvin Halldórsson verður í tali og tónum á persónulegum nótum með hljómsveit sinni og flytur mörg af sínum bestu lögum frá frábærum ferli sem spannar 50 ár. Hljómsveitin er skipuð þeim Friðriki Sturlusyni bassaleikara, Jóni Elvari Hafsteinssyni gítarleikara, Jóhanni Hjörleifssyni trommuleikara og Þóri Úlfarssyni píanó og orgelleikara.

Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 bæði kvöldin.

Nýjast