Bæjarráð Akureyrar samþykkir 30 milljón króna viðauka vegna stuðningsþjónustu
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt beiðni velferðarráðs um tæplega 30 milljón króna viðauka við fjárhagsáætlun vegna aukinnar þarfar fyrir stuðningsþjónustu. Unnið hefur verið eftir nýjum reglum um stuðningsþjónustu á Akureyri í nokkra mánuði og hafa þau markmið að fækka þeim sem eingöngu frá þrif að nokkru leyti gengið eftir, en meiri áhrif þeirrar ákvörðunar koma betur í ljós þegar líður á ári
Fram kemur í minnisblað að þörf sé fyrir aðra vakt en þá sem fyrir er um helgar þar sem þjónustuþegum sem þurfa persónulega aðstoð hefur fjölgað og erfitt sé að horfa upp á bið eftir þjónustu. Í sumar myndaðist biðlisti þar sem fólk sem þarf aðstoð er að bíða eftir hjálp við heimilishald og einnig við persónulega þjónustu. Þeir sem fá þjónustu eru að auki í þörf fyrir meiri þjónustu en þeir fá.
Óskað var eftir því við starfsfólk að taka ekki allt sumarfrí í einu og því er enn sú staða fyrir hendi að þörf er fyrir afleysingar. Ósk um viðauka við fjárhagsáætlun er vegna launakostnaðar, en til að mæta aukinni þörf fyrir þjónustu þurfi að ráða fleira starfsfólk.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista lagði á fundi bæjarráðs fram tillögu um að fjársýslusviði yrði falið ásamt sviðsstjóra velferðarsviðs að greina þann kostnaðarauka sem orðið hefði í stuðningsþjónustunni á árinu og leggja fyrir bæjarráð. Tillagan var samþykkt.
Tekur sveitarfélagið á sig auknar byrgðar vegna myglu á Hlíð
Fram kemur í bókun Sunnu Hlínar að stuðningsþjónusta hafi verið umtalsvert yfir fjárhagsáætlun á árin og hún velti fyrir sér hvort sveitarfélagið sé að taka á sig auknar byrgðar vegna myglu á Hlíð til að sinna þjónustu sem ætti að vera í höndum ríkisins eða tilkomin vegna einstaklinga sem annars hefðu átt að fá þjónustu á hjúkrunarheimili. „Ég hef sent fyrirspurn vegna þessa oftar en einu sinni á árinu og fengið þau svör að talið sé að hluti af kostnaðaraukanum sé vegna plássleysis á Hlíð. Ég tel því eðlilegt að í gangi ætti að vera samtal milli Akureyrarbæjar og heilbrigðisráðuneytis um kostnaðarskiptingu á þeirri auknu þjónustu sem Akureyrarbær veitir meðan á viðgerðum stendur á Hlíð,“ segir í bókun hennar.
Í framhaldinu telur Sunna Hlín að skoða þurfi vel kostnaðarskiptingu almennt á þjónustu við aldrað fólk þar sem æ fleiri kjósa að búa lengur heima. „Eðlilega þýðir það aukna kostnaðarþátttöku sveitarfélaganna við málaflokk aldraðra þar sem sú þjónusta fer ekki alfarið fram hjá heimahjúkrun.“