20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Áskorun að koma norður
„Ég kann vel við þetta samfélag og ég finn fyrir mun minni spennu í loftinu heldur en fyrir sunnan,“ segir Karl Ágúst. Mynd/Þröstur Ernir.
Leikarinn góðkunni Karl Ágúst Úlfsson er um þessar mundir að æfa fyrir verkið Gallsteinar afa Gissa með Leikfélagi Akureyrar en sýningar hefjast í lok mánaðarins. Hann fer einnig með stórt hlutverk í Kabarett sem rennur sitt skeið á enda um helgina. Karl Ágúst segir það hafa verið áskorun að flytja til Akureyrar og vinna með LA en það hafi jafnframt verið lærdómsríkt og gefandi.
Vikudagur spjallaði við Karl Ágúst og ræddi við hann um leiklistarlífið, veruna á Akureyri og margt fleira, en viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.