Aron Einar Gunnarsson í forsíðuviðtali Vikudags
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliða í knattspyrnu sem mun að öllum líkindum leiða íslenska liðið inn á völlinn þegar stóra stundin rennur upp á laugardaginn kemur þann 16. júní. Þá mætir Ísland stórliði Argentínu í fyrsta leik á HM.
Aron Einar er uppalinn í Glerárhverfi á Akureyri og er grjótharður Þórsari. Árið 2018 er stórt ár hjá fyrirliðanum því fyrir utan HM eru spennandi hlutir að gerast í einkalífinu. Vikudagur sló á þráðinn til Arons Einars og spjallaði við hann um Heimsmeistaramótið, barnæskuna á Akureyri, fjölskylduna og margt fleira.
-Nýr meirihluti á Akureyri kynnti nýjan málefnasamning í vikunni. Farið er ítarlega yfir málið í blaðinu. Oddviti Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir samninginn og segir hann innihaldslausan.
-Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sér um Matarhornið í blaði vikunnar og opnar uppskriftarbókina sína.
-Sportið er á sínum stað þar sem m.a. er fjallað um nágrannaslag Þórs og Magna í gærkvöld.
-Í öllum viðræðum við erlend flugfélög sem eru að skoða möguleika á beinu flugi til Akureyrar hefur komið fram að það skipti flugfélögin miklu máli að ILS aðflugsbúnaði fyrir aðflug úr norðri á Akureyrarflugvelli verði komið fyrir. Þetta segir stjórn Markaðsstofu Norðulands.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.