20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Allir í leikhús – stéttarfélögin niðurgreiða leikhúsmiða
Að venju taka stéttarfélögin, Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur þátt í að niðurgreiða leikhúsmiða fyrir félagsmenn fari þeir á leiksýningarnar sem verða í boði í vetur hjá Leikfélagi Húsavíkur og Leikdeild Eflingar í Reykjadal. Allir félagsmenn eiga rétt á þessum niðurgreiðslum, það er greiðandi félagsmenn og þeir sem hættir eru á vinnumarkaði vegna aldurs eða örorku.
Leikfélögin ætla að sýna afar vinsæl verk, það er Ávaxtakörfuna sem er eitt vinsælasta íslenska barnaleikrit allra tíma sem Leikfélag Húsavíkur býður upp á og hið frábæra leikrit, Gauragangur, sem verður í boði Leikdeildar Eflingar. Já það þarf engum að leiðast á næstu vikum og mánuðum þar sem frábærar leiksýningar eru í boði. Félögum í ofangreindum stéttarfélögum gefst kostur á að fá afsláttarmiða hjá félögunum.
Félagsmenn fá kr. 1.000 í afslátt enda komi þeir við á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir sýninguna og fái afsláttarmiða. Ekki er í boði að koma eftir á og fá afsláttarmiða, það er eftir sýningunna.
Frá þessu er greint á heimasíðu Framsýnar