Akstursstyrkir vegna barna í Hrísey
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga sem búsett eru í Hrísey.
Markmiðið er að stuðla að jöfnuði þeirra sem þurfa að ferðast til og frá Hrísey til að stunda skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Einnig að koma til móts við kostnað vegna aksturs foreldra vegna iðkunar barna í slíku starfi. Nær styrkurinn til barna á aldreinum 6 til 17 ára og eiga lögheimili og eru búsett í Hrísey. Til að eiga rétt á akstursstyrk þurfa börn að vera skráðir iðkendur hjá félögum sem taka við frístundastyrk og að hafa sótt amk 12 æfingar yfir árið.
Einn styrkur verður veittur á hverju almanaksári, hann verður greiddur út einu sinni á ári, í desember og er upphæðin 50 þúsund krónur.