Aðventutrén klár í Kjarnaskógi
„Við höfum undanfarna daga verið í óða önn að höggva þau tré sem við notum á aðventunni, en dokum aðeins lengur með að höggva þau sem ætluðu eru til heimabrúks,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga.
Aðventutrén, þ.e. tré sem sett eru í trékassa og m.a. komið fyrir utan við verslanir, eru að sögn Ingólfs að verða klár. Sum hver eru afhent fullbúin,
með jólaljósum en sumir hverjir kjósa að skreyta sín tré sjálfir. „Við bjóðum svo upp á þá þjónustu að sækja trén þegar líður á janúarmánuð og þau endurvinnum við.
Almenn sala jólatrjáa hefst um mánaðamót
Ingólfur segir að starfsmenn Skógræktarfélagsins séu einnig að fella stærri tré um þessar mundir, allt að 10 metra há, en þau kaupa bæjarfélög og
fyrirtæki. Almenn sala á jólatrjám hefst í kringum næstu mánaðamót, en tvær síðustu vikur fyrir jól býðst fólki að koma út í skóg og höggva sitt eigið jólatré. Það þykir mörgum orðið ómissandi hefð á aðventunni að sögn Ingólfs.