131 útskrifaðist frá Sjúkraflutningaskólanum
Útskrift Sjúkraflutningaskólans var haldin á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 2. júní sl. Útskrifaðir voru 131 nemendur, en af þeim útskrifuðust 70 með grunnréttindi sem sjúkraflutningamenn að loknu 261 klst. grunnnámskeiði. 61 nemandi lauk 40 klst. námi sem Vettvangsliðar (First Responders).
Það nám er ætlað þeim einstaklingum sem eru líklegir til að verða fyrstir á vettvang slysa, s.s lögreglu, slökkviliðs- eða björgunarsveitarmenn og almenningur þar sem langt er í aðrar bjargir.
Markmið Sjúkraflutningaskólans er að mennta einstaklinga til starfa við sjúkraflutninga og hafa umsjón með framhalds- og símenntun fyrir sjúkraflutningamenn og aðra sem tengjast sjúkraflutningum og utanspítalaþjónustu.