Þórsstelpur leika til úrslita í VÍS bikarnum í körfubolta
Lið Þórs tryggði sér sæti í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ í kvöld þegar þær lögðu sterkt lið Grindavíkur með 79 stigum gegn 75 stigum Grindavikurstelpna í hörkuleik sem fram fór Laugardalshöllinni.
Grindavik sem af flestum spekingum var spáð nokkuð öruggum sigri leiddi leikinn í upphafi en Þórsstelpur voru aldrei langt undan. Þær komust svo yfir þegar nokkuð var liðið á annan leikhluta og létu forustuna aldrei af hendi eftir það.
Vilji og löngun, í bland við töffaraskap þegar það átti við ásamt þvi sem liðið er skipað virkilega góðum leikmönnum sem gáfu bókstaflega allt í leikinn skilaði þessum sigri.
Ekki má gleyma þætti þjálfara liðsins Daníels Andra Halldórssonar sem er 29 ára og á öðru ári sem meistaraflokks þjálfari en sá drengur virtist hafa öll svör fyrir sitt fyrir sitt lið við öllum ,,spurningum” Grindvíkinga.
Það er erfitt að gera upp á milli Þórsstelpna í leiknum, liðsheildin var sterk og flestar lögðu þær lóð sín á vogarskálarnar. Ásamt því sem stuðningur áhorfenda var liðinu dýrmætur.
Stigahæst í liði Þórs var Lore Devos með 30 stig og kannski var hún fremst með jafningja? Hin 15 ára gamla Emma Karólína Snæbjarnardóttir, 15 ára takið eftir lagði heldur betur sitt fram þegar á þurfti og spilaði eins og ,,reynsluhestur“
Á laugardaginn er það lið Keflavikur sem bíður Þórsliðsins, aftur verður það mat sérfróðra að Þórsliðið sé litla liðið. Ekki dettur mér í hug að afskrifa möguleika þessa öfluga liðs sem búið er að nostra við að smíða í Þorpinu.
Ég er heldur ekki sérfróður bara mjög hrifinn af sterkri liðsheild Þórskvenna.