Þór/KA klárar tímabilið á Greifavellinum
Þór/KA mun spila heimaleiki sína í efri hluta Bestu deildar kvenna á Greifavellinum, heimavelli KA. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni fotbolti.net í dag. Liðið hefur leikið heimaleiki sína á VÍS vellinum sem er heimavöllur þeirra og karlaliðs Þórs en ástand vallaris er ekki gott og eftir erfiða tíð s.l. daga er þetta niðurstaðan enda alltaf keppikefli að leika við sem bestar aðstæður hverju sinni.
Í viðtali við áðurnefnda vefsíðu segir Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór /KA meðal annars.
„Þetta hefur verið í skoðun í sumar þar sem VÍS-völlurinn kom bara ekki vel undan vetri. Þó að það hafi sennilega aldrei verið unnið jafnmikið í honum, þá er bara of mikið álag á honum að hafa tvö meistaraflokkslið að keppa á honum
Þetta er búið að vera í umræðunni í sumar, og eftir þessa veðurótíð að undanförnu, þá var þessi ákvörðun tekin. Grassvæðin sem liðin (Þór og Þór/KA) hafa til að æfa á eru líka búin að vera mjög slæm. Liðin hafa þurft að æfa og keppa á þessum eina velli. Það var bara ekki orðið hægt. Völlurinn er bara orðinn mjög slæmur."
Viðtalið á fotbolti.net má í heild lesa með því að smella á slóðina hér fyrir neðan.
https://www.fotbolti.net/news/27-08-2024/thor-ka-klarar-timabilid-a-greifavellinum