Súrt tap í Garðabæ
Stjarnan var of stór biti fyrir Þór Akureyri en liðin mættust í Garðabænum í kvöld í Dominos-deild karla í körfubolta.
Stjörnumenn höfðu í raun tögl og hagldir allan leikinn. Í hálfleik var staðan 55-35 fyrir heimamenn og í síðari hálfleik náðu Garðbæingar mest 25 stiga forystu. Þórsarar neituðu þó að gefast upp og náðu með seiglu að minnka muninn niður í sjö stig. Þá spýttu heimamenn í lófana og náðu ansi góðum kafla. Lokatölur urðu 92-77 fyrir Garðbæinga.
Stjarnan er þar með komin í efsta sæti deildarinnar í bili að minnsta kosti en Tindastóll getur endurheimt toppsætið með sigri gegn KR á morgunn. Þór datt aftur á móti niður í 7. sæti. Næsti leikur Þórsara er einmitt gegn Tindastóli föstudaginn 13. janúar Akureyri.
Darryl Keith Lewis var atkvæðamestur Akureyringa í leiknum með 21 stig.