Skrifað undir samkomulag um Þór/KA í dag
KA og Þór hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf félaganna um sameiginlegan meistaraflokk kvenna í knattspyrnu. Skrifað verður undir samkomulagið á Glerártorgi í hádeginu í dag. Þetta staðfesti Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar í gær. Um nokkrar grundvallarbreytingar verður að ræða og gildir samningurinn til loka tímabilsins 2019.
Í nýja samkomulaginu er gert ráð fyrir meira samstarfi þar sem bæði félög hafa jafna aðkomu, rekstrinum sé þannig skipt til helminga. Kvennaráðið verður rekið á nýrri kennitölu en það hefur hingað til verið rekið á kenntölu Þórs. Bæði félög skipa jafn marga fulltrúa í ráðið.
Þá er einnig gert ráð fyrir að félögin eigi í auknun samstarfi um rekstur 2. flokks kvenna í fótbolta. Eins og áður hefur komið fram hefur verið ákveðið að Þór/KA leiki í hlutlausum búningum í sumar en liðið hefur undanfarin ár leikið í búningum Þórs.