Karla og kvennalið KA í blaki leika til úrslita í Kjörísbikarkeppni BLÍ

Kvenna og karlalið KA i blaki leika til úrslita  í Kjörísbikarkeppni Blaksambands Íslands (BLÍ)
Kvenna og karlalið KA i blaki leika til úrslita í Kjörísbikarkeppni Blaksambands Íslands (BLÍ)

Kvennalið KA í blaki tryggði sér í kvöld rétt til þess að leika í úrslitum í Kjörísbikarkeppni BLí þegar liðið lagði Aftureldingu í þremur hrinum gegn einni. Leikurinn var mjög jafn og vel leikinn af báðum liðum.

Afturelding vann fyrstu hrinuna en KA svaraði vel fyrir sig og stóðu uppi sem sigurvegarar.Úrslitaleikurinn fer fram á morgun en ekki var ljóst þegar þetta var skrifað hverjum liðið mætir það sem seinni undanúrslitaleikurinn stendur nú yfir.

KA karlar líka í úrslit

 

Karlalið KA tryggði sér í gærkvöldi keppnisrétt í úrsiltaleiknum en sá leikur fer fram á morgun eins og leikur kvennanna. Aftur voru það Mosfellingar í Aftureldingu sem mættu KA og eftir gríðarlega spennu og góða spilamennsku hrósuðu KA drengirnir sigri í 3 hrinum gegn 2 sem Mosfellingar sigruðu.

KA karlar mæta Þrótti Reykjavík í úrslitum á morgun.

 

 

Nýjast