Darko Bulatovic til KA
Svartfellingurinn Darko Bulatovic hefur gert eins árs samning við KA og mun leika með liðinu í Pepsi-deildinni komandi sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu KA
Hann er bakvörður sem getur einnig leyst stöðu kantmanns og miðvarðar. Hann er fæddur árið 1989 og hefur bróðurpart síns ferils leikið í Serbíu.
Þessi öflugi leikmaður lék síðast með liði Cukaricki í Serbíu og þar áður hjá Radnicki Nis.
Bulatovic á að baki 63 leiki í efstu deild í Serbíu og hefur á spilað fyrir U21 landslið Svartfjallalands.