Fréttir

Mikil lyftistöng fyrir hjólabæinn Húsavík

Vikublaðið ræddi við Aðalgeir Sævar Óskarsson, formann Hjólreiðafélags Húsavíkur en hann var mjög spenntur yfir því að fá hluta mótsins til Húsavíkur.
Lesa meira

Á miðaldra, hreyfióða vagninum og er að fíla það

Eitt kvöldið vafraði ég um miðlana eins og oft áður, þeir voru uppfullir af fréttum um nýjan VIP næturkúbb í Reykjavík, partý í skútum og kynmök á búbbluhóteli og ég varð skyndilega ótrúlega þakklát fyrir að vera bara á miðaldra vagninum þar sem allir keppast um að vera úti að leika í náttúrunni. Þakklát fyrir að í mínu ungdæmi voru ekki til neinir áhrifavaldar eða nettröll, engir samfélagsmiðlar og aðalumhugsunarefnið var hvort það yrði sveitaball í Víkurröst eða Ýdölum um komandi helgi.
Lesa meira

Ný sirkussýning utandyra um allt land í sumar

Sirkushópurinn Hringleikur leggur land undir fót og sýnir Allra veðra von utandyra um allt land í sumar. Sýningin var sýnd í Tjarnarbíói í vor og hlaut góðar viðtökur áhorfenda á öllum aldri.
Lesa meira

Vill bíða með skipulagsbreytingar vegna vindorkuvers á Hólaheiði

Á byggðarráðsfundi Norðurþings í vikunni lagði Kolbrún Ada Gunnarsdóttir fulltrúi V-lista Vinstri grænna til; að fallið verði frá fyrirhuguðum breytingum á Aðalskipulagi Norðurþings fyrir byggingu stórtæks vindorkuvers á Hólaheiði.
Lesa meira

Fjölbreytt störf sem hægt er að tengja við námið

Líkt og í fyrra tekur Háskólinn á Akureyri þátt í átaksverkefni Vinnumálastofnunar til að fjölga tímabundnum störfum fyrir stúdenta í sumar.
Lesa meira

PCC: Síðari ofninn í gang

Í tilkynningu frá PCC segir að endurgangsetning síðari ofnsins í kísilverinu á Bakka hafi gengið vel en hún hófst á sunnudagskvöld. Búið er að hleypa afli á rafskautin og hefur ofninn verið hitaður jafn og þétt í vikunni. Stefnt er að mötun nú um helgina.
Lesa meira

Hvar er ræktunarmetnaðurinn sem ríkti á Akureyri?

Nú þykir mér minn gamli og kæri heimabær vera farinn að dragast aftur úr. Þegar ég ólst þar upp, um og eftir miðja síðustu öld, var almennt viðurkennt að hann væri til fyrirmyndar hvað varðaði gróður, ræktun og umhverfi
Lesa meira

Framboðslisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi samþykktur

Framboðlisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi fyrr í kvöld. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra skipar eins og vænta mátti oddvitasætið en Anna Kolbrún er í 2. sæti.Hún hefur setið á þingi síðan 2017.
Lesa meira

Útgerðarsögusýning opnar í Strandmenningarsetri Norðursiglingar

Á sunnudaginn komandi, 11. júlí kl. 10:30, verður formleg opnun á nýrri sýningu á veitingastaðnum Gamla bauk við höfnina á Húsavík. Veitingastaðurinn hefur frá upphafi hýst ýmsa muni tengda sjósókn og strandmenningu og verður sýningin glæsileg viðbót við staðinn.
Lesa meira

Hjól atvinnulífsins farin að snúast

Nú þegar veðrið hefur leikið við okkur og bansett veiran er hætt að halda okkur í gíslingu er ekki laust við að geðið lyftist og aukinnar bjartsýni gæti. Maður leyfir sér loks að trúa á framtíðina.
Lesa meira