14.07
Egill Páll Egilsson
Í desember 2018 var tekin ákvörðun um að fara í byggingu á leikskóla (Klappir) við Glerárskóla. Miðað var við 145 barna leikskóla og að tekin yrðu inn börn frá eins árs aldri. Heildarstærð skólans er um 1450m² og skiptist húsið í tvær hæðir og eru þar 7 eins deildir með sameiginlegu miðjurými í gegnum allan skólann.
Lesa meira
14.07
Egill Páll Egilsson
Tilvalið er fyrir útivistarfólk að taka sér far upp að Strýtuskála með stólalyftunni Fjarkanum en þaðan er merkt gönguleið upp á brún Hlíðarfjalls. Hjólreiðafólk getur haft hjólin með sér í stólalyftuna en fjölmargar skemmtilegar hjóla- og gönguleiðir er að finna á svæðinu
Lesa meira
14.07
Egill Páll Egilsson
Ungmennafélag Langnesinga stefnir nú í stórhuga framkvæmdir á íþróttasvæðinu á Þórshöfn í samstarfi við sveitarfélagið Langanesbyggð. Á staðnum er virkt íþróttastarf en góða frjálsíþróttaaðstöðu hafa mörg börn og ungmenni sótt lengra til.
Lesa meira
14.07
Egill Páll Egilsson
Norðurþingi barst nýverið erindi frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem leitað er eftir því að fá uppfærðan lista yfir mikilvægustu uppbyggingarverkefnin inn á áfangastaðaáætlun. Óskað er eftir tilnefningu á fimm verkefnum sem sveitarfélagið metur sem mikilvæg fyrir uppbyggingu á ferðaþjónustu á viðkomandi svæði.
Lesa meira
13.07
Egill Páll Egilsson
Miklar endurbætur hafa staðið yfir á húsnæði Lundarskóla síðustu mánuði og eru framkvæmdir við A-álmu skólans komnar langt á veg en unnið er við lokafrágang þessa dagana.
Lesa meira
13.07
Egill Páll Egilsson
Nýtt og glæsilegt aðstöðuhús hefur verið afhent Siglingaklúbbnum Nökkva og er framkvæmdum þar með að mestu lokið og húsið tilbúið til notkunar, þótt einhver smávægilegur frágangur sé eftir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.
Lesa meira
12.07
Egill Páll Egilsson
Eyjólfur er með viðskiptafræðimenntun frá Háskóla Íslands (2002) og með M.Sc. gráðu í fjárfestingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík (2009). Einnig er Eyjólfur að taka löggildingu fasteigna- og skipasala, með skipstjórnarréttindi á skip upp að 45 metrum, vélavarðarréttindi upp að 750 kw og knattspyrnuþjálfararéttindi.
Lesa meira
12.07
Egill Páll Egilsson
Egill Bjarnason blaðamaður er búsettur á Húsavík ásamt sambýliskonu sinni, Sigrúnu Björgu Aðalgeirsdóttur og tveimur sonum þeirra. Egill gaf út sína fyrstu bók í maí, How Iceland Changed the World (is. Hvernig Ísland breytti heiminum). Hann hefur skrifað fyrir AP, The New York Times (NYT) og fleiri erlenda miðla. Bókin var gefin út á ensku en það er bókaútgáfan Penguin Random House sem gefur hana út. Í bókinni er farið yfir þá ósögðu atburðarás sem varð til þess að örsmá eyja í miðju Atlantshafi hefur mótað heiminn í aldaraðir.
Ég settist niður með Agli í garðinum hans á Húsavík enda veðrið milt og gott. Egill er hávaxinn og virkar örlítið hlédrægur en líklega er það vegna þess hvað hann er einstaklega yfirvegaður. Hann hefur góða nærveru og er áhugasamur umumhverfi sitt. Við settumst niður í miðjum garðinum sem er umlukinn stórum trjám og drekkum í okkur sólina. Egill kann vel þá list að segja frá og ég þarf lítið að gera annað en að hlusta. Viðtalið fæðist af sjálfu sér.
Lesa meira
11.07
Egill Páll Egilsson
Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason gekk nýlega lið liðs við ítalsaka liðið Lecce sem spilar í ítölsku B-deildinni. Brynjar hefur spilað afar vel með KA í úrvalsdeildinni í sumar og spilaði nýverið sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hlutirnir hafa því gerst hratt hjá knattspyrnumanninum efnilega.
Vikublaðið forvitnaðist um líf Brynjars sem er Norðlendingur vikunnar. Ég byrja á að spyrja Brynjar hvernig það leggist í hann að flytja út til Ítalíu. „Bara æðislega, ég er tilbúinn andlega og hlakka til að fá prufa eitthvað nýtt og Ítalía er frábær staður fyrir það. Ég tel að þetta sé fínn áfangastaður til að hefja atvinnumannaferilinn erlendis. Það sem maður hefur séð og heyrt um Lecce er ekkert nema jákvætt fyrir ungan mann sem er að taka sín fyrstu skref. Þeir er með tvo frá Skandinavíu sem eru á mínum aldri og þeir eru eru að fá spilatíma.“
Lesa meira
10.07
Egill Páll Egilsson
SA-ingurinn Silvía Rán Björgvinsdóttir hefur gengið til liðs við Göteborg HC og mun leika með liðinu í SDHL deildinni í íshokkí í vetur.
Lesa meira