Fréttir

Nú er Vikublaðið komið út - Brakandi ferskt

Í sól og sumaryl við lesum Vikublað.
Lesa meira

Suðrið andar í Listhúsi Ófeigs

Laugardaginn 24. júlí kl. 15 opnar Ragnar Hólm málverkasýninguna Suðrið andar í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 í Reykjavík. Þetta er 19. einkasýning Ragnars og að þessu sinni sýnir hann ný olíumálverk og vatnslitamyndir.
Lesa meira

Ísland að gefa

Verkefni dagsins breytast eftir árstíðunum fyrir okkur miðaldra fólkið sem eigum samt ennþá unga krakka. Sumrin fara mikið í það að eltast við fótboltamót hér og þar um landið, þar sem við foreldrar erum orðin sjálfsagður hlutur af leiknum í dag sem er gott mál. Sjálfur æfði ég skíði þegar ég var ungur og man ég aðeins einu sinni eftir því að mamma mín kæmi til að sjá mig keppa, það var á Andrésarandarleikunum þegar ég var 12 ára.
Lesa meira

Vilja byggja upp gagnaver á Bakka

GreenBlocks ehf. hefur óskað eftir tímabundnum afnotum lóðar Tröllabakka 1 (F1) á iðnaðarsvæðinu á Bakka.
Lesa meira

Skilyrði fyrir samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH uppfyllt

Samkomulag um samruna Kjarnafæðis, Norðlenska matborðsins og SAH afurða var undirritað í júlí 2020. Samkeppniseftirlitið heimilaði samrunann með skilyrðum hinn 12. apríl síðastliðinn og síðan hafa stjórnir og stjórnendur félaganna ásamt ráðgjöfum unnið að því hörðum höndum að uppfylla skilyrðin til að fá heimild til að framkvæma samrunann. Nú hafa þau skilyrði verið uppfyllt og geta samrunafélögin því hafið sameiningarferlið. Þetta kemur fram ítilkynningu á vef félaganna.
Lesa meira

Mærudagar að bresta á

Mærudagar, bæjarhátíð Húsavíkinga fer fram um helgina og stefnir í mikla gleði. Dagskráin er mjög fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, ekki síst yngsta kynslóðin.
Lesa meira

Engin umræða um Wathnehús

Bæjarstjórn Akureyrar hefur ekki tekið neina umræðu um framtíð Wathnehússins sem stendur við Iðnaðarsafnið á Akureyri við Krókeyri
Lesa meira

Tillögurnar fjórar um viðbyggingu og endurbætur á Ráðhúsi Akureyrar

Hönnunarsamkeppni, að undangengnu forvali, um viðbyggingu við Ráðhús Akureyrarbæjar og endurbætur á núverandi húsnæði og lóð var haldin vorið 2021. Samkeppnin var auglýst í byrjun árs 2021, skil á tillögum var til 24. júní 2021. Niðurstaða dómnefndar var kynnt 13. júlí 2021.
Lesa meira

„Eins og rósirnar séu farnar að springa út“

Ferðamannastraumurinn er smám saman að aukast á Húsavík og aukinnar bjartsýni gætir í ferðaþjónustunni. Þetta á ekki síst við um hvalaskoðunarfyrirtækin í bænum. Vikublaðið ræddi við Stefán Guðmundsson framkvæmdastjóra Gientle Giants hvalaferða(GG). Hann fagnar sérstaklega komu skemmtiferðaskipa til Húsavíkur en fyrsta skipið sigldi inn í Húsavíkurhöfn á dögunum. Heimsfaraldurinn hefur sett sitt mark á rekstur GG en Stefán lítur björtum augum á sumarið. „Við vorum búin að fresta vertíðarbyrjun nokkrum sinnum frá 1. mars vegna ástandsins og óvissunar. Við fórum nokkrar sérferðir síðari hluta maí og svo ákváðum við að starta fyrir alvöru með góðum fyrirvara 1. júní,“ útskýrir Stefán og bætir við að ferðamannastraumurinn sé hægt og bítadi að aukast. „Það svo sem er bara búinn að vera merkilega góður stígandi í þessu, hægt og bítandi.“
Lesa meira

Skapandi krakkar á Norðurlandi

Undanfarna daga hafa listamennirnir Jonna og Brynhildur Kristinsdóttir flakkað um með listasmiðjur í gerð handbrúða. Viðtökur hafa verið frábærar og krakkarnir verið skapandi og hugmyndarík eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira