17.07
Egill Páll Egilsson
„Það yrði til mikilla bóta ef við gætum komið húsinu niður á grunn. Í framhaldinu mætti vinna að endurbótum á því í rólegheitum og eftir því sem fjárráð leyfa,“ segir Þorsteinn E. Arnórsson safnstjóri Iðnaðarsafnsins á Akureyri. Wathnehúsið svonefnda hefur staðið við Iðnaðarsafnið í nær tvo áratugi án sökkuls, hita og rafmagns. Þess bíður að óbreyttu ekki annað en grotna niður.
Lesa meira
17.07
Egill Páll Egilsson
„Helstu áhyggjur mínar eru þær að sú alúð og nærvera sem einkennt hefur allt starf Öldrunarheimila Akureyrar, sé í óvissu af því nú eru það ekki bæjarfulltrúar eða slíkir hagaðilar í heimabyggð sem taka þátt í ákvarðanatöku í framtíðinni. Það hefur mögulega orðið ákveðið rof þarna á milli,“ segir Halldór S. Guðmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, ÖA. Halldóri var ásamt fjölda annarra starfsmanna sagt upp störfum á dögunum. Heilsuvernd hjúkrunarheimili tóku við rekstri heimilanna með samningi við Sjúkratryggingar Íslands í vor.
Halldór og aðrir stjórnendur innan ÖA sem sagt var upp á dögunum hittast reglulega og taka gott spjall. „Við erum að þessu sjálfra okkar vegna. Við og aðrir stjórnendur hjá ÖA höfum unnið náið saman í langan tíma og viljum bara gæta hvors annars og styðja og fylgjast að um stund. Þessi morgunhittingur er einn hluti þess og gerir gott þó ekki sé annað en hittast og spjalla,“ segir hann um samverustundirnar.
Lesa meira
17.07
Egill Páll Egilsson
Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra kemur fram að rannsókn á slysi sem varð í hoppukastala við Skautahöllina á Akureyri þann 1. júlí sé í fullum gangi og að málið sé yfirgripsmikið
Lesa meira
16.07
Egill Páll Egilsson
Í hádeginu var fyrsta skóflustungan að Garðinum hans Gústa tekin að viðstöddu fjölmenni. Það voru dætur Ágústs heitins og Guðrúnar Gísladóttur, þær Ásgerður Jana og Berglind Eva Ágústsdætur sem munduðu skófluna í sameiningu. Meðal viðstaddra voru meðal annars fjölskylda og vinir Ágústs og bæjarstjórinn á Akureyri.
Lesa meira
16.07
Egill Páll Egilsson
Sjö hafa sótt um embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða stöðu til fimm ára frá 1. september.
Lesa meira
15.07
Egill Páll Egilsson
Dómnefnd í hönnunarsamkeppni um viðbyggingu og endurbætur á Ráðhúsi Akureyrar hefur ákveðið að veita Yrki arkitektum 1. verðlaun fyrir tillögu sína og hefur hún því verið valin til frekari hönnunar og útfærslu.
Lesa meira
15.07
Egill Páll Egilsson
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, forseti sveitarstjórnar Norðurþings segir í samtali við Vikublaðið að hún vilji kanna betur vilja íbúa sveitarfélagsins til vindorkuvers á Hólaheiði sem Qair Iceland ehf. hyggst reisa; áður en aðalskipulagi verði breytt.
Hún lagði fram tillögu á fundi byggðarráðs um að breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuversins verði frestað þar til umhverfismati er lokið.
Lesa meira
15.07
Egill Páll Egilsson
Vikublaðið er komið út. Að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Lesa meira
15.07
Egill Páll Egilsson
Listasumar á Akureyri 2021 er í fullum gangi en hátíðin var sett þann 2. júlí síðastliðinn og mun hún standa yfir til 31. júlí. Listasumar hefur verið með aðeins breyttu sniði í ár en nú er áhersla lögð á færri en stærri viðburði. Einnig hefur verið komið til móts við vaxandi áhuga á listasmiðjum og þeim fjölgað.
Lesa meira
15.07
Egill Páll Egilsson
Stjórn Þekkingarvarða ehf. hefur kynnt áform um uppbyggingu þekkingarþorps á svæði við Háskólann á Akureyri. Um er að ræða lóð sem á deiliskipulagi Háskólasvæðisins er merkt sem svæði til framtíðaruppbyggingar. Þekkingarvörður hafa sótt um lóðina til Skipulagsráðs Akureyrarbæjar.
Lesa meira