Yfir 20.000 munir á Smámunasafninu í Eyjafjarðarsveit

Smámunasafnið laðar að sér fjölda gesta ár hvert.
Smámunasafnið laðar að sér fjölda gesta ár hvert.

Í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit leynist afar áhugavert safn sem nefnist Smámunasafnið en þar eru saman komnar á einum stað ýmsar gersemar úr einstöku safni Sverris Hermannssonar húsasmíðameistara. Safnið var opnað árið 2003 og hefur þá sérstöðu að vera ekki safn einhverra ákveðinna hluta, heldur allra mögulegra hluta.

Sverrir fæddist árið 1928 og byrjaði að safna alls kyns hlutum þegar hann var sjö ára gamall og er safnið afrakstur söfnunar hans í gegnum tíðina. Á safninu má finna bæði hversdagslega hluti og afar óhefðbundna.

Sigríður Rósa Sigurðardóttir, önnur forstöðukona safnsins, fræddi Vikudag um þetta merkilega safn. Hægt er að gerast áskrifandi af blaðinu með því að smella hér.

Nýjast