Vilji til að heiðra minningu Nóa

mth@vikubladid.is

„Nói var öllum er honum kynntust ógleymanlegur, minning hans mun lifa lengi, ekki bara í verkum hans heldur líka sögunum af honum, stórum jafnt sem smáum,“ segir Sigfús Helgason safnvörður á Iðnaðarsafninu á Akureyri, en safnið hefur fengið þrjú listaverk eftir Nóa, Jóhann Ingimarsson til varðveislu.

Sigfús segir að verkunum verði komið fyrir á safnalóðinni og þau séu glæsileg viðbót við sífellt fallegra umhverfi við það. Tveir öflugir undir sumarstarfsmenn frá Akureyrarbæ hafi undafarið grisjað tré og lagð til í nærumhverfinu svo það skartar nú sínu fegursta.

Griðastaður fyrir verk Nóa

Nó ónefnt

Eitt verka Nóa við Iðnaðarsafnið heitir Grettir sterki að sögn Sigfúsar en enn hefur ekki tekist að finna nöfn á hinum tveimur. „Við höfum mikinn vilja til þess að gera Iðnaðarsafnið og nágrenni þess að griðastað fyrir verk Jóhanns Ingimarssonar, en fyrir eru á safninu nokkur af minni verkum hans. Það er verk sem safninu hefur áskotnast um árin.“

 Sigfús nefnir að árið 2026 verða liðin 100 ára frá fæðingu Jóhanns, „og þá stefnum við að því ef Guð lofar að vera með Nóaþema á dagskránni. Vonandi hefur okkur þá tekist að fá fleiri verk eftir hann í safnið,“ segir hann. Auk þess sem Nói vann að listsköpun var hann forstjóri húsgagnafyrirtækisins Valbjarkar í eina tíð, en húsgögn frá því fyrirtæki eru víða til og þykja fágæt. Iðnaðarsafnið á nokkur húsgögn frá Valbjörk og hefur til sýnis.

Nýjast