Vikudagur komin út
Í nýjasta tölublaði Vikudags sem kom út í gær er m.a. ítarlegt viðtal við Stefaníu Guðlaugu Steinsdóttur sem er nýr prestur í Glerárkirkju. Ráðning hennar markar ákveðin tímamót því hún er fyrsti opinberi samkynhneigði prestur Þjóðkirkjunnar. Hún kynntist eiginkonu sinni í námi og segir það hafa verið áfall í fyrstu að falla fyrir konu. Stefanía slasaðist illa á hestbaki fyrir sex árum sem varð til þess að hún endurskoðaði líf sitt og fór í kjölfarið í guðfræðinám. Vikudagur spjallaði við Stefaníu um nýja starfið, ástina, lífið og tilveruna.
-Samherjasjóðurinn gaf félaginu styrk til kaupa á nýrri skíðalyftu þegar afhending úr sjóðnum fór fram sl. helgi. Samherji gefur 80 milljónir til kaupa á stólalyftu. Geir Gíslason formaður Vina Hlíðarfjalls segir þetta gjörbreyta ásýnd Hlíðarfjalls.
-Nýtt starfsár er hafið hjá Menningarfélagi Akureyrar og verður dagskráin fjölbreytt í vetur. Vikudagur ræddi við Jón Pál Eyjólfsson leikhússtjóra LA um veturinn framundan.
-Akureyrarvaka fór fram um liðna helgi og gekk afar vel að sögn skipuleggjanda. Vikudagur fangaði stemmninguna í máli og myndum.
-Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur og Ljótur hálfviti, er í nærmynd og svarar spurningum um lífið og tilveruna.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.