Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Önnu Breiðfjörð Sigurðardóttur sem endaði árið 2017 nær dauða en lífi en hún fór í hjartastopp í köfunarferð í Kambódíu. Dóttir hennar var með í ferðinni og kom henni til bjargar með því að blása í hana lífi. Eftir tvö erfið ár horfir Anna nú björtum augum fram á veginn og segist hafa þroskast sem manneskja í gegnum erfiðleikana. Vikudagur heimsótti Önnu Breiðfjörð og spjallaði við hana um daginn örlagaríka og lífið sjálft.    

-Ný skoðanakönnun sem RHA framkvæmdi fyrir Vikudag birtist á vef blaðsins í gær og er könnunni gerð enn betri skil í blaðinu. Rætt er við alla oddvitana á Akureyri um niðurstöður könnunarinnar og skoðað hverjir mynda bæjarstjórn miðað stöðuna í dag.

-Guðmundur Óli Hilmisson, gæðastjóri hjá Ice Fresh Seafood, hefur umsjón með Matarhorni Vikudags þessa vikuna og bíður upp á gómsætan fisk.

-Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) hélt uppi góðri þjónustu á öllum sviðum starfseminnar á árinu 2017 og mjög mikil ánægja ríkti með þjónustu sjúkrahússins, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Gallup vann fyrir Sjúkrahúsið á meðal skjólstæðinga þess og aðstandenda þeirra. Niðurstöðurnar voru kynntar á ársfundi Sjúkrahússins sem haldin var í gær.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast