20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Kristján Edelstein sen er einn af okkar færustu tónlistarmönnum en hann hefur eingöngu starfað við tónlist síðan hann flutti til Akureyrar árið 1991. Hann er kominn af þýsku fólki, fæddur í Þýskalandi en uppalinn í Reykjavík. Vikudagur fékk sér kaffibolla með Kristjáni og spjallaði við hann um tónlistina og lífið.
-Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar á Akureyri og oddviti L-listans, tilkynnti það fyrr í vikunni að hann myndi ekki gefa kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Í spjalli við Vikudag segir Matthías að það vera af heilsufarsástæðum að hann ákveður að stíga til hliðar.
-Þrjár verslanir munu á næstunni hætta rekstri á Glerártorgi á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum Vikudags er há leiga m.a. ástæða þess að verslanirnar þrjár fara.
-Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður er í nærmynd og svarar spurningum um lífið og tilveruna.
-Matarkrókurinn og íþróttarnir eru á sínum stað þar sem m.a. er fjallað um íþróttafólk ársins á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.