Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Birnu Dís Vilbertsdóttur sem er annar tveggja forstöðumanna í Hjálpræðishernum á Akureyri og er menntaður guðfræðingur frá Noregi. Hún segir starfið vera lífstíl og það sé gefandi að hjálpa öðrum. Birna hefur gengið í gegnum dimma dali á lífsleiðinni en hún missti son fyrir 12 árum. Með trúna að vopni komst hún í gegnum sorgina og hefur hjálpað öðrum í sömu sporum. Vikudagur heimsótti Birnu í Hjálpræðisherinn, forvitnaðist um starfið sem þar fer fram og heyrði sögu Birnu.

-Gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng verður þeim hætti að bílar þurfa ekki að stöðva til að fara um göngin. Ekki verður mannað skýli líkt og í Hvalfjarðargöngum og hámarkshraðinn ekki lækkaður við aðkeyrslu að göngunum.

-Línur eru byrjaðar skýrast um hverjir vilja leiða flokkana fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

-Höskuldur Þór Þórhallsson fyrrum þingmaður hefur einbeitt sér að lögmannsstörfum eftir að hann hætti í pólitík. Höskuldur er í nærmynd í blaði vikunnar.

-Úthlutun listamannalauna árið 2018 liggja fyrir. Tónlistarkonurnar Þórhildur Örvarsdóttir og Helga Kvam fengu útlutað þriggja mánaða starfslaun fyrir sameiginlegt verkefni sem þær vinna að.

-Elísabet Þórunn Jónsdóttir er með matarkrók vikunnar og býður lesendum upp á einfaldar og góðar uppskriftir.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast