20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Guðmund St. Svanlaugsson lögreglumann á Akureyri sem vafalaust er betur þekktur sem Gúndi en hann hefur verið lögga í hátt í fjörutíu ár. Hann byrjaði sem mótorhjólalögga en varð síðar rannsóknarlögreglumaður. Gúndi kveðst vinna mikið en ekur um á mótorfáki í frístundum. Hann er einn af frumkvöðlum lyftinga á Akureyri og varð fyrir þeirri erfiðu lífsreynslu að missa konuna sína sem lést fyrir sjö árum. Vikudagur kíkti í kaffi til Gúnda.
-Nú eru aðeins tveir dagar í alþingiskosningar og þessa vikuna fékk Vikudagur oddvita þeirra tíu flokka sem bjóða fram í norðausturkjördæmi til að svara því hvaða málefni eru brýnust í kjördæminu.
-Félagið Hlíðarhryggur ehf. var formlega stofnað í gær en hið nýstofnaða félag mun leitast við metnaðarfullta uppbyggingu í Hlíðarfjalli sem byggir á hönnun Yrki arkitekta frá árinu 2015. Í tillögunni er meðal annars gert ráð fyrir að opnað verði fyrir aðgengi upp á topp fjallsins með kláfi og gera þannig öllum kleift að njóta svæðisins, sem og að reisa hótel efst í fjallshlíðunum.
-Inga Þöll Þórgnýsdóttir er bæjarlögmaður Akureyrarbæjar og er í nærmynd í blaðinu, sportið er á sínum stað og pólitískar greinar eru fyrirferðamiklar enda kosningar á næsta leyti.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.