Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Vilborgu Jóhannsdóttur sem er eflaust betur þekkt sem Vilborg í Centro en hún hefur verið í verslunarrekstri á Akureyri síðan hún flutti norður fyrir nær sléttum 30 árum. Hún féll strax fyrir bænum, kynntist manninum sínum hér og vill hvergi annarsstaðar búa. Vilborg hefur haldið sér í formi með allskyns útivist, þá sérstaklega hlaupum og hefur hlaupið heil 10 maraþon. Vikudagur settist niður með Vilborgu og spjallaði við hana um lífið og tilveruna.
-Kristveig Atladóttir sjúkraþjálfari segir óboðlegt að aldraðir einstaklingar í hvíldarinnlögn á Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri eigi ekki rétt á sjúkraþjálfun. Vikudagur fjallaði um málið í síðustu viku þar sem Guðný Bergvinsdóttir hjúkrunarfræðingur var ósátt við að móðir hennar eigi ekki rétt á sjúkraþjálfun í hvíldarinnlögn.
-Akureyrska flugfélagið Circle Air mun fljúga til Rússlands í beinu flugi frá Akureyri næsta sumar. Eins og flestum er kunnugt verða Íslendingar á meðal þjóða sem keppir á HM í knattspyrnu karla í Rússlandi sem fram fer dagana 14. júní til 15. júlí sumarið 2018.
-Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair er í nærmynd og hjónin Sigríður Ólafsdóttir og Bjarni Pálsson.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.