20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Ingþór Örn Valdemarsson sem keppir í atvinnumannabardaga í MMA í London í næsta mánuði en hann er eini atvinnumaðurinn í blönduðum bardagalistum hér á Akureyri. Ingþór er með svarta beltið í júdó og Jiu Jitsu og er einn forsprakki Fenris bardagaklúbbsins sem fer ört stækkandi. Hann segist hafa heillast af bardagalistum í barnæsku og fagnar þeirri umræðu sem reglulega kemur upp varðandi bardagaíþróttir. Vikudagur heimsótti Ingþór í Fenri.
-Ný verslun sem sérhæfir sig í fæðubótarefnum opnaði á Akureyri á laugardaginn var. Verslunin er á vegum einkaþjálfaranna og alþjóðadómaranna Jóhanns V. Norðfjörð og Sigurðar Gestssonar sem eiga og reka Fitness Akademíuna.
-Í skoðun er að byggja nýtt húsnæði fyrir heilsugæsluna á Akureyri á tveimur stöðum þannig að íbúar geti geti sótt alla þjónustu í sitt nærumhverfi. Þetta kemur fram í skýrslu um framtíðarhúsnæði Heilsugæslunnar á Akureyri og kynnt var á ársfundi HSN nýverið. Ítarlega er fjallað um málið í blaðinu.
-Eins og fram kom í fréttum fyrr í vikunni mun eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, leita réttar síns vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins (Rúv) um málefni staðarins. Rosita hefur ritað bréf þar sem hún lýsir sinni upplifun og fjölskyldu hennar af fréttunum og hvaða áhrif þetta hefur haft. Hún ætlar ekki að gefast upp.
-Línur eru teknar að skýrast um hvaða flokkar munu bjóða fram í NA-kjördæmi í komandi alþingiskosningum og hverjir vilja leiða lista þeirra flokka sem bjóða sig fram.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is