Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Elfu Ágústsdóttur dýralækni á Akureyri. Hún lifir og hrærist í dýraheiminum. Auk þess að sinna dýralækningum er hestamennska hennar helsta áhugamál og er jafnframt fjölskyldusportið. Elfa segir dýr vera yndisleg og við mannfólkið gætum lært sitthvað af þeim. Vikudagur heimsótti Elfu á Dýraspítalann Lögmannshlíð.

-Hildur Inga Magnadóttur skrifar einlægan og áhrifamikinn pistil um upplifun sína af veikindum dóttur sinnar sem fæddist með þindarslit.

-Rennibrautirnar í Sundlaug Akureyrar verða opnaðar um miðjan júlí. Kostnaður við verkið hefur tvöfaldast á framkvæmdatímanum.

-Freyja Steindórsdóttir stúdent frá MA færði skólanum útsaumað mynd af Gamla skóla sem tók hana eitt ár.

-Helga Kvam er í nærmynd, matarkrókurinn á sínum stað og Bragi Guðmundsson segir frá degi í sínu lífi og starfi.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast