Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag, einum degi fyrr en vanalega vegna páskahátíðarinnar og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Ragnar Gunnarsson, líklega best þekktur sem Raggi Sót og hefur um árabil verið ein helsta skrautfjöður íslenska poppheimsins sem söngvari Skriðjöklanna sálugu. Honum er ágætlega líst sem alhliða lífskúnstner, er fæddur í Bryggjuhúsinu á Akureyri og var uppátækjasamur í æsku og fór sínar eigin leiðir. Hann segist hafa róast með árunum og hefur sterkar skoðanir á því sem er að gerast á Akureyri. Popparinn blundar enn í Ragnari þótt böllunum hafi fækkað. Vikudagur ræddi við Ragga Sót um lífið og tilveruna.
-Páskarnir ganga senn í garð og vafalaust margir sem ætla að brjóta upp hversdagslífið með ýmsum hætti yfir hátíðina. Vikudagur fékk sex aðila til að deila með lesendum hvað það ætlar að gera um páskana.
-Mun meiri eftirspurn en framboð er á húsnæði á Akureyri. Dæmi eru um að 3-4 aðilar keppist um sömu íbúðina. Þá er alltof lítið til af minni íbúðum fyrir ungt fólk sem er að kaupa sínu fyrstu eign. Þetta segir Arnar Birgisson hjá fasteignasölunni Eignaveri um stöðuna á fasteignamarkaðnum á Akureyri. Hann segir sölu á eignum hafa verið óhemju mikla á undanförnum mánuðum. Vikudagur fer yfir stöðuna á fasteignamarkaðinum á Akureyri.
-Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri á Rúv segir frá degi í sínu lífi og starfi.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is