20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Vaxandi óróleiki er á meðal starfsfólks Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA) og aðstandenda heimilisfólks þar vegna óvissu um framtíðar rekstraráform Akureyrarbæjar á öldrunarheimilunum. KPMG vinnur nú að athugun fyrir hönd bæjarins þar sem m.a. er til skoðunar sá möguleiki hvort skynsamlegt sé að breyta ÖA í sjálfseignarstofnun. Ítarlega er fjallað um málið í blaðinu og rætt við framkvæmdastjóra ÖA.
-Þorbergur Ingi Jónsson er fremsti langhlaupari landsins. Hann var nýverið valinn langhlaupari ársins 2016 af vefnum hlaup.is og var það annað árið í röð sem hann varð fyrir valinu. Frá árinu 2004 hefur Þorbergur varið flestum sínum frítíma í hlaup og hefur sérhæft sig í utanvegahlaupum. Hann segir fátt betra en að hlaupa út í náttúrunni.
-Fólk vantar til starfa á Grenivík og einnig er skortur á húsnæði í sveitarfélaginu. Verið er að auglýsa eftir byggingarvertaka í forvali til að byggja leiguíbúðir en sveitarfélagið hyggst reisa fjórar litlar íbúðir til að bregðast við húsnæðisvandanum.
-Ágúst Þór Árnason skrifar um leikritið Núnó og Júníu í uppsetningu Leikfélags Akureyrar sem frumsýnt var um liðna helgi.
-Guðni Th. Jóhannesson forseti var í heimsókn á Akureyri á dögunum og snæddi hádegisverð á Fjölsmiðjunni. Vikudagur fékk sérlegan matreiðslumann Fjölsmiðjunnar, Steinar Sæmundsson, til að deila uppskriftinni af matnum sem forsetinn gæddi sér á.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is