Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 27. júní og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:
-AFS á Íslandi vill hýsa fleiri nema á Akureyri í ár og leitar nú að fósturfjölskyldum fyrir skiptinema. Á árinu 2018-2019 voru átta skiptinemar á Akureyri og komu frá sjö mismunandi löndum. Þau Katrín Guðrún Pálsdóttir og Þórarinn Valur Árnason á Akureyri hýstu Ludovicu í vetur en hún er 17 ára og kemur frá Flórens á Ítalíu. Þau segja það vera stóra ákvörðun að taka nema inn á heimilið en það sé algjörlega þess virði.
-Tími sumarfría er nú hafinn og eru flestir búnir að leggja línurnar um hvað skal gera í fríinu. Vikudagur ákvað að forvitnast um hvað sé vinsælt að gera í sumarfríinu og fékk nokkra valinkunna einstaklinga til að deila plönunum með lesendum.
-Í Húsi vikunnar tekur fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Aðalstræti 14; Gamli spítalann.
-Vinkonurnar Katla Hrönn Björnsdóttir og Matthildur Unnur Úlfarsdóttir, sem báðar eru á níunda ári, gáfu barnadeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) peningastyrk sem þær söfnuð fyrir með tombólu.
-Hin árlegi Flugdagur Flugsafns Íslands á Akureyrarflugvelli var haldinn á laugardaginn var. Boðið var upp á flugatriði af ýmsum toga. Litlar flugvélar, stórar flugvélar og margt annað flaug yfir Akureyrarflugvöll þennan dag. Flugdagurinn var fyrst haldinn árið 2000 og því orðinn rótgróinn viðburður í bænum. Hörður Geirsson ljósmyndari var á staðnum og náði þessum mögnuðum myndum. Sjón er sögu ríkari.
-Anna Lilja Hauksdóttur tók áskorun frá Höllu Björg Davíðsdóttur í síðasta blaði og kemur hér með nokkrar uppskriftir í Matarhorn vikunnar.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Þá er áskriftarsíminn 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.