Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal leikarann góðkunna Karl Ágúst Úlfsson sem leikið hefur með Leikfélagi Akureyrar í vetur. Um þessar er Karl Ágúst að æfa fyrir verkið Gallsteinar afa Gissa með Leikfélagi Akureyrar en sýningar hefjast í lok mánaðarins. Hann fer einnig með stórt hlutverk í Kabarett sem rennur sitt skeið á enda um helgina. Karl Ágúst segir það hafa verið áskorun að flytja til Akureyrar og vinna með LA en það hafi jafnframt verið lærdómsríkt og gefandi. Vikudagur spjallaði við Karl Ágúst og ræddi við hann um leiklistarlífið, veruna á Akureyri og margt fleira.

-Íbúar í Giljahverfi á Akureyri eru ósáttir við væntanlega byggingu á steypistöð og steypueiningarverksmiðju á Rangárvöllum sem yrði í um 100 m fjarlægð frá íbúahverfi. Hverfisnefnd Giljahverfis hefur fundað um málið og sent inn umsókn til bæjaryfirvalda þar sem væntanlegri byggingu steypustöðvar og einingarverksmiðju er harðlega mótmælt.

-Skákfélag Akureyrar fagnar 100 ára afmæli sínu á næstu dögum, en félagið var stofnað þann 10. febrúar 1919. Margt er á döfinni í tilefni þessa stórafmælis en rætt er við Áskel Örn Kárason formann Skákfélags Akureyrar um tímamótin.

-Íbúafundir voru haldnir í Hrísey og Grímsey á dögunum á vegum verkefnisins „Brothættar byggðir“. Helga Íris Ingólfsdóttir, verkefnisstjóri brothættra byggða í Hrísey og Grímsey, segir í samtali við blaðið að staða eyjanna tveggja sé þokkaleg þegar haldið er inn í síðasta árið í verkefninu.

-Jokka G. Birnudóttir hefur staðið í ströngu undanfarin misseri með Leikfélagi Verkmenntaskólans á Akureyri sem frumsýnir Bugsy Malone á morgun, föstudaginn 8. febrúar í Menningarhúsinu Hofi. Jokka er aðstoðarleikstjóri söngleiksins en hátt í 80 krakkar taka þátt í sýningunni. Vikudagur fékk Jokku í nærmynd og spurði hana einnig út í sýninguna.

-Hrefna Laufey Ingólfsdóttir hefur umsjón með Matarhorninu þessa vikuna en hún og maðurinn hennar reka gistiheimili þar sem mikið er lagt upp úr góðum morgunverði

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast