Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Sæmund Pálsson, eða Sæma Páls eins og flestir þekkja hann, en Sæmi hefur átt ótrúlegt lífshlaup. Segja má að hann sé heppinn að vera á lífi því hann var það langt leiddur af áfengissýki að hann drakk sig næstum því í hel. Honum tókst að snúa við blaðinu og segir það mikla gæfu. Fyrir fimm árum varð hann örlagavaldur í lífi ungs manns þegar hann óð í sjó til að forða ökumanni frá drukknun. Sæmundur hefur aldrei náð sér líkamlega eftir björgunina en segir skipta mestu máli að hafa komið manninum til bjargar. Vikudagur heimsótti Sæma og heyrði hans sögu; fallið og upprisuna.

-KEA fjár­fest­ing­ar­fé­lag ætl­ar að byggja 150 her­bergja hót­el við Hafn­ar­stræti 80 á Ak­ur­eyri eða á svo­kallaðri Um­ferðarmiðstöðvar­lóð.  Vonir eru bundnar við að verkið hefjist næsta vor.

-Kári Valtýsson hefur sent frá sér sína fyrstu bók sem nefnist Hefnd. Óhætt er að segja Kári feti ótroðnar slóðir í sinni fyrstu skáldsögu en um vestra er að ræða sem hefur ekki verið þekkt sagnarform hér á landi.

-Á aðalfundi Leikfélags Akureyrar sem fram fór nýverið var samþykkt ályktun þar sem harmað var að gömul skuld félagsins skuli enn hanga yfir LA.

-Óskar Þór Halldórsson hefur sent frá sér nýja 370 blaðsíðna bók sem hann hefur skrifað um hina akureyrsku Kennedybræður; Baldur, Vilhelm, Birgi, Skúla og Eyjólf. Bókin, sem Almenna bókafélagið gefur út, er væntanleg á markaðinn í lok nóvember.

-Ágúst Þór Árnason rýnir í verkið um Línu Langsokk sem sýnt er á fjölum Freyvangsleikhússins.

-Rósa Rut Þórisdóttir sem býr í Brussel er með matarhornið þessa vikuna og býður upp á áhugaverðar uppskriftir.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 

Nýjast