Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Ásthildi Sturludóttur sem tók við starfi bæjarstjóra á Akureyri á haustdögum og hefur undanfarnar vikur og mánuði verið að koma sér inn í starfið. Hún segir mörg tækifæri vera til staðar á Akureyri til að efla samfélagið og fjölga þannig íbúum bæjarins. Ásthildur fór að ráðum eiginmannins þegar hún sótti um starfið og segir fjölskylduna ánægða með flutningana norður. Vikudagur heimsótti Ásthildi í Ráðhúsið.
-Talsverð uppbygging er á Hrafnagili í Eyjafarðarsveit. Húsakosti er að fjölga svo möguleikarnir til búsetu hafa aukist. Þá er töluverð eftirspurn eftir lóðum á svæðinu og börnum í leik-og grunnskóla fer fjölgandi.
-Brýnt er að koma upp sérstöku fjölskylduheimili á Akureyri fyrir börn sem koma frá brotnum heimilum. Barnaverndarmálum er að fjölga og þau eru orðin þyngri en áður. Á fundi velferðarráðs Akureyrarbæjar nýverið voru kynntar tillögur um fjölskylduheimili. Þar kom fram að fjölskylduheimili myndi minnka þörf fyrir vistun barna utan heimili.
-Elís Árnason, sem margir þekkja sem Elli á Sjallanum, er í nærmynd þessa vikuna. Elías hefur búið sunnan heiða undanfarin ár og var fús til þess að gefa lesendum blaðsins innsýn í hans líf og starf.
-Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir hjúkrunarfræðingur sér um Matarhornið þessa vikuna og kemur með nokkrar úrvalsuppskriftir.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.