Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við listamanninn Snorra Ásmundsson. Óhætt er að segja að Snorri fari sínar eigin leiðir í lífinu. Hann á það til að ganga fram af fólki með uppákomum sínum en lætur gagnrýnina ekki á sig fá. Snorri gekk í gegnum dimma dali í klóm Bakkusar í nokkur ár en segir listina hafa komið sér til bjargar. Vikudagur fékk sér kaffibolla með Snorra og spjallaði við hann um listina og lífið sjálft.
-Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, vill skoða þann möguleika að bærinn taki yfir rekstur Akureyrarflugvallar. Málefni Akureyrarflugvallar voru til umræðu á síðasta bæjarstjórnarfundi. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segist tilbúinn til að skoða þá leið að Akureyrarbær tæki yfir reksturinn ef ríkið og Isavia dragi lappirnar og hafi ekki trú á verkefninu.
-Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt ráðningarsamning nýs bæjarstjóra og er rýnt í samninginn í blaðinu.
-Bókin „Ævintýri í Austurvegi-Strákarnir okkar á HM í Rússlandi“ kom út á dögunum en það er blaðamaðurinn Skapti Hallgrímsson sem skrifaði bókina. Í bókinni eru um 200 ljósmyndir, þar af 170 sem Skapti tók sjálfur en hann fylgdi liðinu eftir í Rússlandi í sumar.
-Finnur Yngvi Kristinsson tók við starfi sveitarstjóra í Eyjafjarðarsveit í sumar. Finnur Yngi er Mosfellingur en segist líka vel við lífið í Eyjafjarðarsveit. Vikudagur fékk Finn Yngva í nærmynd.
-Helga Sigrún Ómarsdóttir sér um Matarhornið þessa vikuna og kemur með þrjár úrvalsuppskriftir.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.