Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmann í handbolta, sem var staddur á æskuslóðunum á Akureyri á dögunum til að hlaða batteríin eftir langt og strangt keppnistímabil með Bergischer og landsliðinu. Arnór hefur leikið sem atvinnumaður í Þýskalandi í átta ár og segist líka vel lífið þar í landi. Vikudagur heimsótti Arnór og spjallaði við hann um handboltann, lífið í Þýskalandi, landsliðið og fjölskylduna.

-Allt að sex vikur getur tekið að fá tíma hjá heimilislækni á Akureyri og er meðalbiðtíminn fjórar vikur. Biðtíminn hefur lengst töluvert það sem af er ári og síðan skýrsla Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni kom út í apríl.

-María Björk Ingvadóttir framkvæmdastjóri N4 er í nærmynd.

-Árlegur Flugdagur Flugsafns Íslands var haldinn laugardaginn 23. júní sl. á Akureyrarflugvelli. Hörður Geirsson ljósmyndari var á staðnum og fangaði stemmninguna.  

-Veitingastaðurinn Bautinn á Akureyri er í söluferli og tekur nýr eigandi við rekstrinum á næstu vikum. Guðmundur Karl Tryggvason og eiginkona hans Helga Árnadóttir hafa rekið staðinn undanfarin ár en starfað þar yfir þrjá áratugi.

-Almennar umræður urðu um málefnasamning meirihlutans á Akureyri á öðrum bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar í vikunni. Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins vilja fá svör um hvaða aðgerðir meirihlutinn hyggst fari varðandi ýmsa málaflokka eins og fræðslumál, þjónustu við aldraðra og húsnæðismál.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast