Vikublaðið kemur út í dag
Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 1. október og er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Meðal efnis í blaðinu:
*Páley Borgþorsdóttir tók við starfi lögreglustjóra á Norðurlandi eystra í sumar. Sjálf lýsir hún sér sem landsbyggðarmanneskju sem setur fjölskylduna í fyrsta sæti. Blaðamaður Vikublaðsins settist niður með henni á dögunum og ræddi við hana um ferilinn og manneskjuna á bak við lögreglustjórann
*Í annarri ársfjórðungsskýrslu PCC samsteypunnar sem nú er komin út kemur fram að PCC BakkiSilicon hf. heldur áfram að skila tapi og er það rekið til þess að heimsmarkaðsverð á kísilmálmi hefur hríðfallið vegna kórónuveirufaraldursins. Tekjumissir blasir við hjá sveitarfélaginu Norðurþingi vegna þess.
*Allir flokkar koma nú að bæjarstjórn Akureyrar eftir ákveðið var að fella niður minni-og meirihlutann. Í umræðunni í síðustu viku var sagt að stjórn allra flokka hefði ekki áður komist á hér í bæjarfélaginu. Það mun ekki vera rétt því í 5. bindi Sögu Akureyrar eftir Jón Hjaltason sagnfræðing má lesa um stórmerkilega samvinnu allra flokka hér á Akureyri.
*Sigurður Guðmundsson fyrrum bæjarfulltrúi á Akureyri gagnrýnir nokkuð harðlega þá ákvörðun að fella niður minni-og meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar eins og kynnt var í síðustu viku til að bregðast við rekstrarvanda sveitarfélagsins. Sigurður var bæjarfulltrúi fyrir Bæjarlistann eitt kjörtímabil frá árinu 2010-2014 og segir í aðsendri grein í blaðinu að hættumerki séu á lofti
*Akureyringurinn Guðmundur Örn Ísfeld stofnaði alþjóðlega plötufyrirtækið RPM Records fyrir um tveimur og hálfu ári sem hann rekur í Danmörku en þar hefur Guðmundur búið undanfarin ár. Vikublaðið tók Guðmund tali og fornvitnaðist um starfið hans í Danmörku sem vínylpressara.
*Guðrún Arngrímsdóttir, fjögurra barna móðir sem starfar við kennslu og þjálfun, hefur umsjón með matarhorninu þessa vikuna og kemur með hollar og fljótlegar uppskriftir í amstri dagsins.
*Aðalfundur Leikfélags Húsavíkur fór fram á þriðjudagskvöld þar sem ný stjórn var kjörin. Nýir félagar bættust einnig í hópinn en þeim hefur fjölgað nokkuð undan farin ár og eru í dag um 110 talsins. Nýr formaður var einnig kjörin, Guðrún Einarsdóttir.
*Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrarbæjar, segir í samtali við Vikublaðið að bæjaryfirvöld horfi til frekari þéttingu byggða. Akureyrarbær kynnti nýverið tillögu að deiliskipulagi fyrir Holtahverfi norður – nýtt uppbyggingarsvæði í kringum Krossanesbraut, fyrir ofan og norðan við smábátahöfnina í Sandgerðisbót.
*Séra Svavar Alfreð Jónsson skrifar bakþankapistil þessa vikuna og Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri á Svalbarðseyri heldur um áskorendapennann.
Smelltu hér til að gerast áskrifandi.