20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikublaðið kemur út í dag
Vikublaðið kemur út í dag, þjóðhátíðardaginn, og að vanda er farið um víðan völl í blaðinu og margt áhugavert.
Meðal efnis:
*Fyrsta skóflustunga að stækkun flugstöðvar á Akureyrarflugvelli var tekin í vikunni en áætlað er að viðbygging við flugstöðina á Akureyri verði tekin í notkun um mitt árið 2023. Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir í samtali við Vikublaðið að þetta sé mikið framfaraskref fyrir svæðið.
*Mikill uppgangur er í Hrísey og fólki að fjölga. Ingólfur Sigfússon formaður hverfisráðs Hríseyjar segir í samtali við Vikublaðið að það sé ánægjulegt að sjá hvernig málin hafa þróast eftir brunann hjá Hrísey Seefood fyrir um ári síðan.
*Framkvæmdir eru í fullum gangi við Húsavíkurkirkju og safnaðarheimilið Bjarnahús. Það er trésmíðaverkstæðið Val ehf. sem sér um byggingaframkvæmdir en Bæjarprýði sér um lóðaframkvæmdir. Samkvæmt upplýsingum frá Hollvinasamtökum Húsavíkurkirkju er búið að smíða krossana á þak kirkjunnar og setja þá upp.
*Handboltakonan Rut Arnfjörð Jónsdóttir fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með KA/Þór nýverið eins og frægt er orðið. Rut gekk í raðir KA/Þórs sl. haust og varð því Íslandsmeistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili. Vikublaðið ræddi við Rut um handboltann og lífið á Akureyri.
*Handverkshópurinn Kaðlín hefur nú flutt sig frá Hafnarstétt 1. á Húsavík en opnuð hefur verið verslun að Naustagarði 1, húsnæði í eigu Norðursiglingar. Handverkshópurinn Kaðlín hefur verið starfandi frá árinu 1993 þegar hópurinn opnaði handverksmarkað í Borgarhúsinu, sem þá var kallað en hýsir í dag stjórnsýslu Norðurþings.
*Kærunefnd útboðsmála úrskurðaði þann 11. júní sl. að Norðurþing skildi falla frá þeirri ákvörðun Skipulags- og framkvæmdaráðs að ganga til samninga við Trésmiðjuna Rein og Vinnuvélar Eyþórs um kaup og uppsetningu á öryggisgirðingu að Víðimóum 3 á Húsavík. Norðurþing er jafnframt gert að greiða kæranda, Garðvík ehf. 500 þúsund krónur í málskostnað. Guðmundur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Garðvíkur fagnar úrskurðinum og segir hann sýna að málið hafi ekki verið nægilega vel undirbúið að hálfu Norðurþings.
*Marta Nordal heldur um áskorandapennann og kemur með áhugaverðan pistil.
Smelltu hér til að gerast áskrifandi.