20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikublaðið kemur út í dag
Vikublaðið kemur út í dag og að vanda er margt áhugavert í blaðinu.
Meðal efnis:
*Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi D-listans á Akureyri, á von á því að málefni um lausagöngu katta verði tekin fyrir í bæjarstjórn í haust. Eva Hrund segir að þetta sé eitt af þeim málum sem bæjarbúar hafi ekki verið sammála um og vill málefnalega umræðu um málið.
*Anna María Sigvaldadóttir hefur búið í Grímsey frá árinu 1990 eða í 31 ár. Óhætt er að segja að hún sé athafnakona þar sem hún er að vasast í ýmsu á eynni og stekkur í hin og þessi störf. Hún segist kunna afar vel við sig á hjara veraldar.
*Það er líklega fátt jafn dýrmætt litlum samfélögum út á landi eins Húsavík og þegar ungt fólk snýr aftur heim með fjölskyldur sínar eftir að hafa flust á brott til að sinna námi og öðrum störfum. Blaðamaður Vikublaðsins heimsótti Baldur Baldvinsson og Vilhjálm Sigmundsson og spjallaði við þá.
*Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, segir það skjóta skökku við að draga eigi úr fjármagni til markaðssetningar Akureyrarflugvallar á sama tíma og uppbygging á sér stað. Eins og fjallað var um í síðasta blaði er dregið verulega úr framlögum í nýjum samningi stjórnvalda við Markaðsstofu Norðurlands vegna stuðnings við Flugklasann Air66N, sem snýr að því að efla millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Verður styrkurinn 8 milljónir í stað 20 milljóna.
*Stjórn Hlíðarfjalls hefur um nokkurt skeið verið að skoða möguleika á að útvista starfsemi skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Útboðsgögn voru samþykkt síðasta fundi bæjarráðs Akureyrar.
*Hera Kristín Óðinsdóttir, auglýsingastjóri Dagskrárinnar, tekur við keflinu í matarhorninu og kemur hér með afar gómsæta uppskrift.
*KA/Þór varð Íslandsmeistari kvenna í handbolta í fyrsta sinn er liðið sigraði Val á útivelli í öðrum leik liðanna í úrslitum sl. helgi. Geir A. Guðsteinsson ljósmyndari var á staðnum og fangaði stemmninguna.