Vikublaðið kemur út í dag

Vikublað kemur út í dag og í blaði vikunnar kennir ýmissa grasa.

Meðal efnis:

*Rakel Hinriksdóttir er grafískur hönnuður, búsett á Akureyri og starfar við dagskrárgerð og verkefnastjórn hjá N4. Hún er frá Laugum í Reykjadal og bjó þar til 11 ára aldurs en ólst upp að hluta til á Akureyri. Rakel er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum.  

*Ágúst Þór Brynjarsson, Rúnar Þór Brynjarsson og Særún Anna Brynjarsdóttir eru þríburar frá Húsavík og stunda öll nám við Háskólann á Akureyri. Ágúst er í viðskiptafræði, Rúnar í fjölmiðlafræði og Særún í sjávarútvegsfræði.

*Kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Akureyrarbæjar ákváðu sl. september að afnema minni- og meirihluta í bæjarstjórn það sem eftir lifir kjörtímabils. Markmiðið var að mynda breiða samstöðu vegna sérstakra aðstæðna í kjölfar heimsfaraldurs og í rekstri sveitarfélagsins. Ágreiningur kom upp í bæjarstjórn í Tónatraðarmálinu svokallaða nýverið og klofnaði bæjarstjórnin í því máli en fyrirhugaða er að reisa þar háar byggingar. Nú þegar um níu mánuðir eru liðnir af samstarfinu og eitt ár er eftir af kjörtímabilinu ákvað Vikublaðið að kanna hug oddvitina um samstarfið og hvernig restin af kjörtímabilinu horfir við þeim.

*Sigurgeir Pétursson skipstjóri frá Húsavík hefur verið búsettur í Nýja-Sjálandi (NS)í 31 ár. Hann hefur verið með skip sem gerð eru út frá Ástralíu og Argentínu til veiða á tannfisk og hokinhala en nýverið kom hann til hafnar með metafla. Sigurgeir er Búsettur í Nelson á NS ásamt eiginkonu sinni Söruh. Þau eiga fimm börn sem öll búa á NS utan eitt sem býr á Íslandi.

*Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings tók fyrir erindi frá Sigurjóni Benediktssyni að Kaldbaki. Í erindinu hvetur hann sveitarstjórn til að endurvekja friðun lands og vatna í sveitarfélaginu með tilliti til fuglalífs.

*Sr. Svavar Alfreð Jónsson skrifar Bakþanka vikunnar og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri skrifar svargrein við fyrirspurn Einars Brynjólfssonar í síðasta blaði.

*Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi, segir í aðsendri grein í blaðinu að staðsetja eigi þyrlu eða hluta flugdeildar Landhelgisgæslunnar á Akureyri, nálægt landfræðilegri miðju Íslands.

*Plöntuþáttur Egils Páls blaðamanns er á sínum stað. 

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.

Nýjast