Vikublaðið kemur út í dag
Vikublaðið kemur út í dag og að vanda er farið um víðan völl í blaðinu.
Meðal efnis:
*Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir mikið undir fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi að fá þokkalegt ferðasumar í ár og er ágætlega bjartsýn. Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, segir í samtali við blaðið eiga von á því að eitthvað verði um skemmtiferðaskip í sumar.
*Trausti Jörundarsson er formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar en Trausti stundaði sjómennsku frá árinu 2008 áður en hann tók við formannsstarfinu fyrir um tveimur árum. Sjómannafélag Eyjafjarðar er stærsta einstaka sjómannafélagið innan Sjómannasambands Íslands með á þriðja hundrað félagsmenn. Vikublaðið forvitnaðist um líf og starf Trausta sem er Norðlendingur vikunnar.
*Húsavík – My Hometown úr Netflixmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hlaut ekki Óskarsverðlaunin en tilkynnt var um það rétt í þessu. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin.Húsvíkingar geta þó gengið stoltir frá borði enda hefur Óskarsævintýrið verið ómetanleg kynning fyrir ferðamannabæinn Húsavík.
*Reynir Ingi Davíðsson tók áskorun frá Antoni Páli Gylfasyni í síðasta blaði og kemur hér með nokkrar úrvalsuppskriftir í matarhornið.
*Dagrún Matthíasdóttir er bæjarlistamaður Akureyrar 2021. Valið var tilkynnt á árlegri Vorkomu bæjarins á Sumardaginn fyrsta en vegna samkomubanns var Vorkoman send út á Facebooksíðu Akureyrarbæjar. Dagrún segir valið hafa komið sér á óvart en rætt er við hana í blaðinu.
*Karl Hreiðarsson heldur um Áskorandapennan og skrifar áhugaverðan pistil.
*Tíu verkefni ungra tónskálda voru valin til þátttöku í Upptaktinum á Akureyri á dögunum. Afraksturinn má heyra á tónleikum í Menningarhúsinu Hofi sunnudaginn 9. maí næstkomandi þar sem atvinnuhljóðfæraleikarar leika verkin undir stjórn tónlistarkonunnar Gretu Salóme. Upptakturinn er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Upptaktsins í Hörpu og styrkt af SSNE. Vikublaðið ræddi stuttlega við krakkana sem urðu fyrir valinu.
*Sr. Svavar Alfreð Jónsson skrifar bakþanka vikunnar.
*Völsungar stefna á bikarævintýri í fótboltanum en rætt er við þjálfara liðsins um fótboltasumarið.
Smelltu hér til að gerast áskrifandi.